Skírnir - 01.04.2016, Page 80
hengi þurfi að greina á milli stjórnmála og trúmála (Ateş 2015: 159,
197, 214; 2011: 35, 83–87). Mikilvægt skref í þá átt er að virða Kór-
aninn sem sögulega skilyrtan texta sem beri að túlka í sínu upp-
runalega samhengi. Að mati Ateş er ekki hægt að yfirfæra efni hans
á samtímaaðstæður án verulegrar umtúlkunar. Jafnvel beri að hafna
mörgum ákvæðum sem standast ekki kröfur samtímans (Ateş 2015:
121, 125–126, 214–216, 2011: 63–66, 185).
Seyran Ateş telur að skipta beri fjölmenningarhugmyndinni út
fyrir sýn sem sé handan menningarlegrar sérstöðu (þ. tranzkultural)
og í meiri samhljómi við daglegt líf fólks. Margir Þjóðverjar alast
upp í tveimur mál- og menningarheimum. Sjálf er Ateş af tyrknesk-
kúrdískum uppruna og hefur leitast við að gera þau gildi, sem
heimaland hennar Þýskaland byggist á, að sínum. Markmiðið eigi
því ekki að vera að einstaklingar móti sjálfsmynd sína úr einni
menningararfleifð, heldur í því samtali sem á sér stað milli menn-
ingarheima í lífi einstaklingsins sjálfs. Farvegurinn er þannig ein-
staklingurinn og það umhverfi sem hann noti til að móta eigin
sjálfsmynd. Við það mást að vísu út mörkin milli menningarheima
en markmiðið er að þekkja „eigin [menningu] og framandi menn-
ingaráhrif á eigið líf […] Líf með mismunandi menningarheimum
felur í sér að geta greint hvað er manni eiginlegt og hvað er framandi
og nýtt […] Áherslan er á samskipti og samtal milli mismunandi
gerða og forma mannlegs lífs, gilda og veraldarsýna“ en þó innan
ramma mannréttinda sem ekki eru menningarlega afstæð (Ateş
2015: 257, 2011: 89–92, 123).
4.3. Ayaan Hirsi Ali
Stjórnmálafræðingurinn, kvenréttindakonan og íslam-gagnrýnand-
inn Ayaan Hirsi Ali hefur skrifað mikið um vanda íslams í nútím -
anum og aðlögunarerfiðleika fólks þeirrar trúar í vestrænum sam -
félögum. Hún telur að hluta þess vanda megi vissulega rekja til af-
leiðinga nýlendustefnu Vesturveldanna en að hann liggi þó dýpra.
Í nýjustu bók hennar, Reformiert euch!: Warum der Islam sich änd-
ern muss (Siðbætið ykkur!: Af hverju íslam verður að breytast,
80 sigurjón árni eyjólfsson skírnir
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 12:59 Page 80