Skírnir - 01.04.2016, Page 81
81birtingarmyndir íslams
2015), er að finna svipaðar áherslur og í umfjölluninni hér að ofan.
Hirsi Ali hafnar þeirri tilhneigingu að útskýra vanda hins íslamska
heims út frá efnahagslegum forsendum eða spillingu stjórnvalda í
múslímskum ríkjum. Meinið liggi einnig í sjálfum átrúnaðinum.
Hefðbundin túlkun á íslömskum trúartextum felur í sér grundvall-
arhugmyndir sem séu í andstöðu við nútímann (Hirsi Ali 2015: 90,
sbr. 265): „Því er ekki að neita að réttlæting á valdbeitingu, kven-
fyrirlitningu og hommahatri er að finna í öllum trúarlegum textum,
en íslam er einu trúarbrögðin sem fylgja orðrétt ákvæðum þeirra“
(Hirsi Ali 2015: 246). Þetta sé þáttur sem verði að taka á þar sem
íslam sé pólitískur átrúnaður.
Í fjölmenningu samtímans verður íslam að stíga það skref sem
kristindómur og gyðingdómur urðu að taka. Innan stóru kirkju-
deildanna voru siðferðilegar áherslur kristninnar lagaðar að grund-
vallarþáttum og gildum vestræns, lýðræðislegs samfélags, m.a. með
því að nýta aðferðir sögurýninnar í rannsóknum á trúartextunum.
Þegar það er gert á trúartextum múslima kemur í ljós að Kóraninn
mótaðist af aðstæðum samtíma síns og að þar er tekið á samfélags-
vandamálum með lagaákvæðum sem eiga alls ekki lengur við. Músl -
ímar verða því að skoða trúarlega texta sína á gagnrýninn hátt og
segja skilið við trúarkenningar sem hafa mótað siði, hefðir og lög
sem eru í hrópandi andstöðu við almenn mannréttindi (Hirsi Ali
2015: 111, 158–159). Að mati Hirsi Ali, sem og annarra, skiptir hér
öllu máli að taka þá texta sem eru ritaðir á Mekka-tímabilinu fram
yfir þá sem eru frá Medína-tímabilinu. Í þessu samhengi setur hún
fram fimm atriði sem íslam verði að hafna: 1) Segja verður skilið við
þá hugmynd að Kóraninn sé óumbreytanlegt orðs Guðs og að Mú-
hameð sé óskeikull. 2) Hafna verður áherslunni á handanveruna á
kostnað hérverunnar því jarðneskt líf hefur vægi í sjálfu sér sem
maðurinn öðlast ekki fyrst í handanverunni. 3) Það ber að snúa baki
við sjaría-lögunum sem grundvelli og ramma allra annarra laga,
m.ö.o. að skilja á milli andlegs og veraldlegs sviðs; löggjöfin er ekki
hluti hins andlega sviðs. 4) Mikilvægt er að hafna þeirri hefð meðal
múslíma að einstaklingur geti — þegar honum finnst vegið að heiðri
fjölskyldunnar eða samfélagsins — í krafti trúarhefðarinnar tekið
skírnir
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 12:59 Page 81