Skírnir - 01.04.2016, Page 85
85birtingarmyndir íslams
sjálfum eins og um sé að ræða eilíf sannindi handan sögunnar. En
það stenst auðvitað ekki skoðun. Auk þess er með því ekki virt sú
staðreynd að menn tilheyra ekki trúarbrögðum án þess að tileinka
sér þau persónulega og ganga í gegnum trúarlegt mótunarferli
(Bielefeldt 2010: 181–185). Í þriðja lagi verða menn loks að átta sig
á því að upplýsingunni er ekki lokið á Vesturlöndum eða arfleifð
hennar fullbúin né að aðeins hinn íslamski heimur eigi enn eftir að
ganga í gegnum hana. Að mati Bielefeldt verður að virða þá arfleifð
upplýsingarinnar, jafnt í hinum vestræna heimi sem og annars
staðar, að „í greiningum verði menn að gæta nákvæmni, faglegra
vinnubragða og réttsýni, líka í umfjöllun um minnihlutahópa.
Mönnum ber að virða mannréttindi, þau gildi sem eru sett fyrir
lýðræðislegt samfélag og stofnanir þess“ og vitnar hann þar í skiln-
ing Immanuels Kant á upplýsingunni (Bielefeldt 2010: 187–188).
Bielefeldt fjallar að síðustu um nauðsyn þess að greina á milli
hugmyndakerfa, þ.á m. trúarkerfa og einstaklinganna sem aðhyllast
þau, gagnrýna og/eða eru skeytingarlausir um þau. Í almennri
umræðu gætir þeirrar tilhneigingar að virða ekki þessi skil og eigna
einstaklingum eiginleika trúarhópsins í heild sinni og svipta þá þar
með einstaklingseinkennum og samsama þá staðalmyndum. Þær
síðastnefndu eru síðan réttlættar með líffræðilegum og menningar-
legum klisjum um viðkomandi hóp. Að mati Bielefeldts ber að
greina á milli persóna og skoðana. Ekki sé hægt að gera hug-
myndakerfi eða trúarbrögð að viðfangi mannréttinda með því að
jafna gagnrýni á viðkomandi trúarbrögð við antisemítisma, kristo -
fóbíu, íslamófóbíu og útlendingaótta.20 Þó að gagnrýni á hug-
myndakerfi og þá samfélagskipan sem á því byggist geti vissulega
gengið nærri einstaklingum og verið særandi er slík gagnrýni hluti
af mannréttindum og tjáningarfrelsi svo lengi sem ekki er veist beint
að einstaklingum sem slíkum (Bielefeldt 2010: 194). Að mati Biele-
feldts ber að forðast að flokka t.d. gagnrýni á íslam, þótt hörð sé,
skírnir
20 Að mati Bielefeldts (2010: 190–193) einkennir slík nálgun samtökin Islamop-
hobia Watch og Islamic Human Richts Commission, þar sem minnsta gagnrýni
á íslam og stjórnmálaskoðanir sem falla ekki mælikvörðum þessara samtaka eru
stimpluð sem íslamófóbiá.
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 12:59 Page 85