Skírnir - 01.04.2016, Síða 88
Af umræðunni er ljóst að íslam og myndin af því er bæði marg-
brotin og vitnar um þann vanda sem íslam er í. Segja má að íslam-
istar haldi ímynd almennings af íslam á Vesturlöndum í herkví sem
jafnvel fulltrúar hins íhaldsama arms íslams vilja losna úr.21 Óhætt
er að segja að almennt vilji fólk losa um þessi tök. Í því samhengi er
vísað til þess að trúarbrögð falli ekki af himnum ofan, heldur mót-
ist af þeirri sögu sem þau tilheyra og séu þannig sögulega skilyrt.
Innan fræðanna benda menn á nauðsyn þess að draga þennan þátt
fram til að leiðrétta ríkjandi mynd fólks af íslam og ægivaldi þeirrar
túlkunar sem íslamistar beita. Til að bregðast við henni er því
nauðsynlegt að gera grein fyrir þeim rannsóknum sem hafa verið
stundaðar á sögulegu upphafi íslams og á tilurð og þróun helgitexta
þessa átrúnaðar.
Heimildir
Ég vil þakka Agli Arnarsyni, Haraldi Hreinssyni og Vigfúsi Ingvari Ingvarssyni fyrir
gagnlegar athugasemdir.
Abdel-Samad, Hamed. 2009. Mein Abschied vom Himmel: Aus dem Leben eines
Muslims in Deutschland (3. útg.). Köln: Fackelträger.
Abdel-Samad, Hamed. 2010. Der Untergang der islamischen Welt: Eine Prognose.
München: Droemer.
Abdel-Samad, Hamed. 2014. Der islamische Faschismus: Eine Analyse. München:
Droemer.
Abdel-Samad, Hamed. 2015.Muhamed: Eine Abrechnung. München: Droemer.
Asad, Talal. 2009. „Free Speech, Blasphemy, and Secular Criticism.“ Talal Asad,
Wendy Brown, Judith Butler, Saba Mahmood, Is Critique Secular? Blasphemy,
Injury, and Free Speech, 20–63. Berkeley, CA: University of California.
Ateş, Seyran. 2011. Der Islam braucht eine sexuelle Revolution: Eine Streitschrift.
München: Ullstein.
88 sigurjón árni eyjólfsson skírnir
21 Þannig haft eftir forseta Írans, Hassan Rouhani: „Múslímar þurfa að sameinast
um að bæta ímynd íslams í augum heimsbyggðarinnar að mati Hassan Rouhani
Íransforseta. Forsetinn lét orðin falla á ráðstefnu í höfuðborginni Teheran í dag,
en þar ræddi hann um neikvæð viðhorf margra gagnvart trúnni vegna átaka og
hryðjuverka ýmissa samtaka undanfarin ár. Hann sagði íslömsk gildi boða frið
og ítrekaði að þau ættu ekkert skylt við ofbeldi eða árásir. „Okkar stærsta skylda
snýr að því að lagfæra ímynd íslams í augum heimsbyggðarinnar,“ sagði Rouh-
ani“ („Múslimar bæti ímynd íslams“ 2015.)
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 12:59 Page 88