Skírnir - 01.04.2016, Page 95
95„samkennd er … “
aldar og kannski lengur (handrit 16. aldar hafa ekki öll verið orð tekin
þannig að ekki verður skorið úr um aldur orðsins á þessu stigi
mála).
Ef til vill leynist orðið samlíðun í fleiri handritum seinni alda en
ritum Páls í Selárdal. Orðabókarhöfundurinn Gunnlaugur Oddsen
tekur það a.m.k. upp sem þýðingu á „Sympathie“ árið 1819 í verki
sínu Ordabók, sem inniheldr flest fágiæt, framandi og vandskilinn
ord, er verda fyrir í dønskum bókum. En skemmtilegt er þá að sjá
hve skýring hans á „Sympathie“ fer nærri skýringu margra á empa-
thy í samtímanum: „Sympathie, en, samlídun sameiginnlig tilfinn-
íng, medlídun“ (Gunnlaugur Oddsen 1991: 85).
Ekki vitum við hvort Steingrímur Thorsteinsson skáld, hefur
þekkt til verka Páls og Gunnlaugs, en í þýðingu á Lear konungi eftir
Shakespeare segir hann að minnsta kosti: „… jafnvel Prómeþeus
Eskýlosar hrífur oss ekki til slíkrar óttablandinnar meðaumkunar-
og samlíðunar“ (Steingrímur Thorsteinsson 1874: 141).
Á 19. öld er orðið samlíðun líka notað í ýmsum læknisfræði -
skrifum sem þýðing á danska orðinu sympati samanber það sem
fyrr var sagt um þann skilning sem enskumælandi menn lögðu upp-
haflega í sympathy (sjá einnig Jahoda 2005). Fyrsta læknisfræðiritið
sem nefnir samlíðun er Jóns Péturssonar Læknínga-Bók fyrir al-
múga (Jón Pétursson 1834). Hér skal þó vitnað til bókarinnar Um
eðli og heilbrigði mannlegs líkama, eftir Jónas Jónassen, seinna land-
lækni. Þar segir meðal annars: „Menn kalla vanlega þetta tauga-
hnútakerfi samlíðunartaugakerfið, því að menn hjeldu að það rjeði
allri samlíðun.“ (Jónas Jónassen 1879: 53; leturbr. okkar). Jónassen
er að þýða það sem á dönsku er kallað „det sympatiske nervesys-
tem“, en í líforðasafninu semjukerfi (Orðabanki Íslenskrar mál -
stöðvar). Það er hluti dultaugakerfisins og í sem stystu máli það
kerfi sem bregst hart við ef hætta steðjar að mannskepnunni — og
veldur því að menn leggja á flótta ef þeir skynja hættu í nánd (Net-
doktor, e.d.).
Engan skyldi undra að orðið samlíðun hafi upprunalega verið
notað sem þýðing á sympati hérlendis þegar hugsað er til þess að
uppruna erlenda orðsins má rekja til forngríska orðsins sympatheia
(syn: ,með‘ og pathos: ,þjáning‘) eða ‚samþjáning‘ (Wispé 1986:
skírnir
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 95