Skírnir - 01.04.2016, Page 97
97„samkennd er … “
Mælikvarði góðs og ills er velferð allra þeirra, er manninum er vel tll [svo] eða
hann hefur samkennd við. En samkennd er það, þegara [svo] annara gleði
vekur gleði hjá mjer, en sorg annara sorg. Ef samkenndin nær tii [svo] allra
manna, þá er mælikvarðinn velferð allra. (Bjarni Jónsson 1897: 123)
Í Þýskalandi gerðist það hins vegar árið 1873 að orðið Einfühlung,
sem seinna var þýtt á ensku sem empathy, birtist á prenti. Það var
ekki í líffræði heldur í doktorsritgerð Roberts Vischer (1873) í
heimspeki en hún snerist um sjónskynjun og form. Orðið átti að
lýsa þeirri hugmynd að menn vörpuðu sjálfum sér ósjálfrátt inn í
listaverkið sem þeir horfðu á, að líkami þeirra allur tæki þátt í rými
þeirrar fegurðar sem blasti við.
Samlandi Vischers, heimspekingurinn Theodore Lipps, þróaði
hugmynd hans og víkkaði og gerði Einfühlung að sálfræðihugtaki
sem tók til samupplifunar manna. Lipps setti fram þá tilgátu að menn
hefðu tilhneigingu til hreyfieftirhermu; þeir brygðust þannig við til-
finningaástandi annarra að hárfínar vöðvahreyfingar líktu eftir því og
í framhaldinu reyndu þeir að komast í viðeigandi tilfinningauppnám
sjálfir (Lipps 1903). Lipps leit svo á að Einfühlung væri áþekkt fyrir-
bæri og það sem fyrr hafði verið kallað Sympathie/sympathy og er þá
skemmst að minnast heimspekingsins Davids Hume — sem hefur
verið talinn fyrstur til að nota sympathy sem atferlisfræðilegt hugtak
(Wispé 1986: 341) en ýmsir á síðustu áratugum hafa litið svo á að
það lýsti samlíðan (t.d. Slote 2010: 30 og Hoffman 1991: 286).
Ekki eru allir á einu máli um hver notaði empathy fyrst í ensku
ritmáli sem þýðingu á Einfühlung. Ýmsir, þar á meðal Oxford Eng -
lish Dictionary (OED) og Simon Cooke og fleiri (2008) hafa litið svo
á að það hafi verið skáldkonan og gagnrýnandinn Vernon Lee eða
Violet Paige í dagbókarfærslu 20. febrúar árið 1904. En sú færsla
birtist ekki á prenti fyrr en í bókinni Beauty and Ugliness and Other
Studies in Psychological Aesthetics, árið 1912 (Lee 1912: 337). Fyrir
áratug var athygli manna vakin á því að Lee hlyti að hafa breytt
þessari tilteknu færslu — þar sem vísað er til „fagurfræðilegrar
samlíðunar“ (e. aesthetic empathy) — því að tvisvar fyrr í bók sinni
(Lee 1912: 20 og 46) eigni hún þýðingu orðsins opinskátt breska
sálfræðingnum Edward Bradford Titchener (Jahoda 2005: 161).
skírnir
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 97