Skírnir - 01.04.2016, Side 99
99„samkennd er … “
manna við lestur sjálfsagðan þátt í fagurfræði (Dames 2007). Slíkur
skilningur hvarf þó mestanpart í skuggann af öðru hjá bók-
menntafræðingum á fyrri hluta 20. aldar; formið eitt og seinna ná-
lestur texta áttu þá hug manna fremur en líkamsskynjun.
Á síðari hluta 20. aldar fengu þó ýmsir aftur áhuga á líkama les-
enda við bókmenntalestur, til dæmis þeir sem sóttu til fyrirbæra-
fræðinga. Og á síðustu 15–20 árum eða svo hafa uppgötvanir í
lífvísindum, ekki síst uppgötvun spegilfruma í öpum, orðið til þess
að sá áhugi hefur eflst nokkuð og vöxtur hlaupið í skrif um samlíðan
og bókmenntir. Menn eru þó síst af öllu á einu máli um hvernig skil-
greina eigi samlíðan eða hvaða nafni eigi að kalla hana. Eftir lauslega
athugun sýnist okkur að á síðustu öld og allt fram á þennan dag hafi
orðin samúð, samlíðun/samlíðan, samhygð og samkennd verið notuð
af mörgum Íslendingum, bæði lærðum og leikum, sem samheiti.
En aftur að spegilfrumunum. Þær eru á forhreyfisvæði heila-
barkarins (sbr. e. premotor cortex) og verða virkari en ella þegar
makakí-apar stunda ýmsar markvissar athafnir, til dæmis grípa
eitthvað, halda á einhverju eða slíta eitthvað sundur; sömuleiðis við
ákveðnar munnhreyfingar. En horfi api á annan apa eða bara á
manneskju grípa um hlut eða borða, setja spegilfrumurnar í apan -
um, sem horfir á, sig líka í stellingar, eins og þær ætli að fara að grípa
um hlut eða borða — án þess þó að gera það.
Margir lífvísindamenn líta nú svo á að spegilfrumurnar eigi sér
hliðstæðu í mönnum og stýri eftirlíkingarhæfni þeirra og samlíðan,
og þar með líka skilningi þeirra á athöfnum og ætlan annarra.
Taugalæknirinn Antonio R. Damasio, sem rannsakað hefur heila-
skaddaða menn árum saman, setti fram kenningu — í bókinni Des -
cartes’ Error: Emotion, Reason and the Human Brain (1994) um
virkni í mönnum sem er sambærileg við þá sem fundist hefur í
makakí-öpunum og hann taldi lykilatriði ef menn vildu skilja til-
finningaviðbrögð manna. Hann kallaði fyrirbærið eins og-ef lykkj-
una (e. as-if loop) (Damasio 2006 [1994]: 155–158).5 Þá hafði sá
skírnir
5 Í nýlegri grein minna Damasio og Mayer (2008) á að upphaflega (1989) hafi Da-
masio sett fram líkan um heilaskipan (e. brain architecture) sem hann kallaði
„time-locked multimodal retroactivation“.
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 99