Skírnir - 01.04.2016, Page 100
hópur vísindamanna í Parma á Ítalíu, sem hvað mest hefur kannað
spegilfrumur með hliðsjón af öpum og mönnum aðeins birt eina
stutta ritrýnda vísindaskýrslu um spegilfrumur (Iacoboni 2009;
Pellegrino o.fl. 1992) en nákvæmar niðurstöður birti hann seinna
(Gallese, Fadiga, Fogassi og Rizzolatti 1996) og þar eru spegil-
frumur í fyrsta sinni nefndar því nafni sem fest hefur við þær (Iaco-
boni 2009).
Damasio taldi í upphafi að sitthvað benti til að heila manna væri
kleift að líkja eftir líkamsástandi eins og það stæði yfir þó að það
gerði það ekki og seinna hefur hann lagt áherslu á að hjá mönnum
snúist málið ekki aðeins um að heili þeirra geti líkt eftir líkams-
ástandi annarra heldur einnig eftir eigin líkamsástandi sem fyrr
hefur látið á sér kræla hjá þeim sjálfum. Hann telur nafnið spegil-
frumur misráðið því að einar og stakar geti þær hvorki „speglað“
eitt né neitt heldur sé víxlverkun milli tauganetsins sem þær eru
hluti af og annarra tauganeta. Spegilfrumunum svipi, þegar upp er
staðið, ekki svo mjög til spegla heldur til „brúðumeistara sem toga
í strengi ýmissa minninga“ eins og Damasio og Mayer (2008) orða
það.
Strax á síðasta áratug voru gerðar stafrænar segulómrannsóknir
(e. fMRI) sem sýndu að þegar menn horfa á tilfinningaástand ann-
arrar manneskju, hvort sem það ræðst af andúð (e. digust), snert-
ingu eða sárauka eru sömu heilasvæði virk hjá þeim sem finnur til
og hinum sem hafa samlíðan með honum, (Wicker o.fl. 2003;
Kays ers o.fl. 2004; Singer o.fl. 2004; Botvinick o.fl. 2005).
Það er í samræmi við slíkar rannsóknir og aðrar sem að framan
getur að við skilgreinum samlíðan sem ,það að finna til þess sem
aðrir finna til‘ eða nánar til tekið sem ,hæfni einstaklings til að átta
sig vitsmunalega á því hvað annar einstaklingur hugsar og í sömu
mund finna til hins sama og hann finnur til á ákveðnum tíma-
punkti‘.
Flestir þekkja samlíðan af eigin reynslu, foreldrar í skiptum við
kornabörn eða áhorfendur sem lifa sig inn í persónur kvikmynda.
Reynslusögur um samlíðan og eftirlíkingu í hversdagslífi eru líka
ótaldar en hér skal aðeins talin ein. Höskuldur Þráinsson mál -
fræðingur hefur sagt frá því að móðurafi hans hafi einhvern tíma
100 bergljót soffía og guðrún skírnir
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 100