Skírnir - 01.04.2016, Page 106
kenning þeirra félaga hefur verið nefnd því þjála nafni „kenningar-
kenningin“ (e. “theory theory“) af því að þeir gerðu beinlínis ráð
fyrir að einstaklingar þyrftu að ráða yfir kenningu til að geta dregið
ályktanir af gerðum annarra (Calvo og Gomilla 2008). Við hlið
kenningarkenningarinnar hefur hins vegar þróast annað afbrigði
hugarkenningarinnar sem virðist orðið útbreiddara, þ.e. hermi-
kenningin (e. simulation theory). Hún gerir ekki ráð fyrir að menn
nýti tiltekna kenningu við að draga ályktanir um það sem öðrum býr
í hug eða ætli sér, heldur styðjist ómeðvitað við sömu ferli og við
eigin ákvarðanatöku en þá í samræmi við það sem þeir vita um þann
sem í hlut á og aðstæðurnar sem skipta máli (Gordon 1986 og 1992).
Í bókmenntafræði tala menn einatt eins og samlíðun og hugar-
kenningin séu hið sama (Leverage o.fl. 2010). Víst er að þetta eru
tengd fyrirbæri en rannsóknir heilafræðinga og sálfræðinga, þar á
meðal stafrænar segulómrannsóknir, benda til þess að ólík tauga-
net komi við sögu og samlíðan sé nátengd geðshræringum en hug-
arkenningin ekki (Völlm o.fl. 2006). Í samræmi við það teljum við
brýnt að greina milli þessara fyrirbæra ekki síður en samlíðanar og
samhygðar, samúðar, samkenndar, tilfinningahrifa og eftirherm-
unar.
IV
Hér að framan höfum við rakið dæmi um orðanotkun um samlíðan
og skyld hugtök frá miðaldamáli til nútímamáls og stiklað á
fræðilegri umfjöllun um efnið bæði hérlendis og erlendis. Í ljósi þess
hve ólíkan skilning menn hafa lagt í orðin samlíðan, samkennd,
samhygð og samúð í gegnum tíðina, vonum við að fleiri en okkur
þyki gagnlegt að hefja umræðu um þau og skyld fyrirbæri. Ekki er
nóg með að mismunandi orðanotkun manna geti falið í sér ólíkan
skilning og skapað lesendum þannig ærinn vanda; fræðimönnum,
sem bauka sumir hver í sínu horni, getur reynst erfitt að ná fullri
yfirsýn á rannsóknarsviði sem kallar á að menn kynni sér ekki
aðeins nýjar tilgátur sem rísa í kjölfar uppgötvana í lífvísindum eða
heilarannsóknum með nýjum mælitækjum, heldur líka rannsóknum
106 bergljót soffía og guðrún skírnir
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 106