Skírnir - 01.04.2016, Page 118
þýðendurnir verða aðeins nefndir í lok þessa kafla án æviágripa og
þess látið getið hvaða rit þeir þýddu.
Árni Helgason fæddist 27. október 1777 og lést 14. desember
1869. Árni lauk stúdentsprófi frá Hólavallaskóla árið 1799 og
guðfræðiprófi frá Hafnarháskóla 1807. Að loknu prófi var hann
starfsmaður (stipendarius) við Stofnun Árna Magnússonar í tvö ár.
Hann vígðist til prests árið 1809. Hann fékk Reynivelli í Kjós 1810
og varð prestur við Dómkirkjuna í Reykjavík 1814. Á árunum1817–
1819, gegndi hann jafnframt kennarastörfum á Bessastöðum. Séra
Árna voru veittir Garðar á Álftanesi 1825 og fékk hann lausn frá
embætti 1858, en bjó að Görðum til æviloka. Hann var prófastur í
Kjalarnesprófastsdæmi 1821–1856, settur biskup 21. september
1823 til 14. maí 1825 og aftur 14. júní 1845 til 2. september 1846.
Séra Árni var alþingismaður Reykvíkinga 1845–1849. Hann varð
stiftsprófastur að nafnbót 30. apríl 1928 og biskup að nafnbót 7.
október 1858.
Séra Árni Helgason var einn af stofnendum Hins íslenska
biblíufélags. Hann sat í fyrstu stjórn félagsins sem ritari. Þá var hann
einnig einn af stofnendum Hins íslenska bókmenntafélags 1816 og
forseti Reykjavíkurdeildar þess frá stofnun og til ársins 1848.
Séra Árni kom að þýðingu Viðeyjarbiblíu og þýddi úr Gamla
testamentinu 1. Mósebók, Rutarbók, Samúelsbækur, Konungabæk -
ur, Jobsbók, Davíðssálma, Orðskviðina, Prédikarann, Ljóða ljóðin,
Jeremía og Apókrýfu bækurnar nema 1. Makkabeabók. Úr Nýja
testamentinu þýddi hann Jóhannesarguðspjall, Jakobsbréf, fyrra og
síðara Pétursbréf, Hebreabréfið, Jóhannesarbréfin þrjú og Júdasar-
bréf (Aðalgeir Kristjánsson 1984; Guðrún Kvaran 1990).5
Geir Vídalín fæddist 27. október 1761 og lést 20. september
1823. Geir var fimm ár í Hólaskóla en hélt til Kaupmannahafnar
árið 1780 og var í heimaskóla þar áður en hann innritaðist í Hafn-
arháskóla. Þaðan lauk hann guðfræðiprófi með ágætiseinkunn árið
1789. Tveimur árum síðar fékk hann dómkirkjuprestsembættið í
Reykjavík. Geir var vígður biskup Skálholtsbiskupsdæmis 1797 og
118 guðrún, gunnlaugur, sigurður skírnir
5 Æviágrip Alþingismanna frá 1845, sótt á vef Alþingis 14. júlí 2015.
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 118