Skírnir - 01.04.2016, Síða 120
Sveinbjörn var félagi í Hinu íslenska biblíufélagi og féhirðir þess
um skeið. Hlutur hans í þýðingu Viðeyjarbiblíu var verulegur, en
hann þýddi 2. Mósebók, Jesaja, Esekíel, Daníel og alla minni spá-
mennina og mun hafa stuðst við hebreska textann en Opinberunar -
bókina þýddi hann úr grísku (Sveinbjörn Egilsson 1952).
Auk framangreindra komu að þýðingu Viðeyjarbiblíu sr. Ás-
mundur Jónsson í Odda (4. Mós), Helge Thordersen, síðar biskup
(5. Mós), sr. Hannes Stephensen (Jósúa), sr. Jón lærði Jónsson í
Möðrufelli (Dómarabók), sr. Þorsteinn Hjálmarsson (Kroniku-
bækur), sr. Markús Jónsson (Esra og Nehemía), sr. Ólafur E. Jo-
hn sen (Esterarbók), sr. Jón Jónsson í Steinnesi (Harmljóðin og 1.
Makkabeabók). Af þeim ritum Nýja testamentisins sem ekki hefur
verið getið fór Ísleifur Einarsson yfir Postulasöguna og Stein-
grímur biskup Jónsson þýddi Rómverjabréfið (Magnús Már Lár-
usson (1957: 431–432), Hallgrímur Scheving Hebreabréfið en
engin dæmi eru tekin úr þessum ritum í þessari rannsókn.
Hér verða sýnd nokkur dæmi úr níu bókum beggja testamenta.
Dæmin eru tekin upp stafrétt. Þar sem fleiri Biblíur birta samhljóða
texta (t.d. 1584, 1644, 1728) er stafsetning elsta textans val in.
Dæmi úr 1. Mósebók og Jobsbók
1. Mósebók
Upphafsversin tíu úr Biblíunni eru hluti fyrri sköpunarsögunnar í
1. Mósebók sem endar í kafla 2.4. Hún er samkvæmt heimilda-
kenningunni svonefndu, sem fjallar um myndunarsögu Mósebóka,
talin hluti af yngsta heimildariti Mósebóka, svokallaðri Presta-
heimild („P“). Sú heimild einkennist af mikilli formfestu eins og
raunin er með sköpunarsögu þessa sem ber jafnframt ýmis ljóðræn
einkenni. Allt virðist stefna að sjöunda deginum, hvíldardeginum,
og lofgjörðinni til Guðs sem honum hæfir.6
120 guðrún, gunnlaugur, sigurður skírnir
6 Á þetta einkenni sögunnar lagði Þórir Kr. Þórðarson (1986) áherslu.
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 120