Skírnir - 01.04.2016, Page 124
koma síðan 1908 (Ég þekkti þig af afspurn). Óvænt er þýðing Við-
eyjarbiblíu á hinu kunna 6. versi með orðunum Því hefi eg viðbjóð
á sjálfum mér. Þar fylgja 1859 og 1866 henni (eins og svo oft) en
annars er hún ein með þessa þýðingu þar sem eldri þýðingarnar hafa
ýmist sagnirnar að játa eða viðurkenna en þær yngri að taka orð sín
aftur.
Davíðssálmar
Hér verða tekin dæmi af Davíðssálmum sem löngum hafa notið
mestra vinsælda rita Gamla testamentisins og mest áhrif hafa haft.8
Í Davíðssálmum er að finna flest helstu trúarstef Gamla testament-
isins, harmsálma ekki síður en lofgjörðarsálma. Sálmarnir eiga sér
uppruna í helgihaldi hinna fornu Hebrea og eru til orðnir á löngum
tíma, bæði fyrir og eftir hina babýlónsku herleiðingu (586–538
f. Kr.). Sálmasafninu hefur verið skipt í fimm bækur, e.t.v. með
Mósebækurnar fimm sem fyrirmynd. Í nútíma biblíufræðum hafa
sálmarnir verið greindir í flokka eftir innihaldi, formi og uppruna
þeirra í helgihaldi á tímum Gamla testamentisins.
Dæmin sem verða tekin eru úr þremur af þekktustu sálmum
Saltarans, þ.e. Slm 23, 42 og 90. Einnig var farið yfir Slm 1, 8, 13,
24, 43 og 137 með sama hætti og hér er gert. Rúmið leyfði hins
vegar ekki birtingu þess efnis en tekið verður mið af því í niður stöð -
um.
23. sálmur
Hér er án vafa um að ræða þekktasta og vinsælasta sálm Gamla
testamentisins. Hann hefur verið nefndur næturgalinn meðal sálm -
anna og einkennist fyrst og fremst af sterku trúartrausti og
fallegu myndmáli. Myndin af hirði og hjörð, sem hér er notuð, er
meðal þess sem sameinar Gamla og Nýja testamentið.
124 guðrún, gunnlaugur, sigurður skírnir
8 Nú liggur fyrir á íslensku viðamikið rit um áhrifasögu Davíðssálma (Gunnlaugur
A. Jónsson 2014). Í því riti er þýðingasögu sálmanna sinnt nokkuð.
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 124