Skírnir - 01.04.2016, Side 126
6 Sannarlega fylgja mér þín gódgirni og miskun alla daga míns lífs,
og æfinlega mun eg búa í Drottins húsi. (Engin bein þýðingartengsl
virðast fram eða aftur í þessu versi).
Niðurstöður úr Slm 23
Í þessum sálmi er fremur um að ræða áhrif eldri þýðinga á Við-
eyjarbiblíu en að hún marki þáttaskil í þýðingasögu sálmsins sem
raunar er fjölbreytilegri en búast mætti við af svo vinsælum texta. 1.,
4. og 5. vers eru að mestu dæmi um áhrif eldri þýðinga á Viðeyjar-
biblíu. Lokaversið er dæmi um samfellu í þýðingunni. Hið sama á
raunar við um síðari hlutann í 3. versi (Hann leidir mig á réttan
veg). Í versi 3a er hins vegar um að ræða áhrif frá Viðeyjarbiblíu þar
sem sögnin að hressa leysir sögnina að endurnæra af hólmi. Í versi
2b er Viðeyjarbiblía með breytinguna hægt rennandi vatn, en nú-
verandi þýðing, vötn þar sem ég má næðis njóta, kemur fyrst fyrir
1908. Orðrétt þýðing úr hebreskunni væri vötn hvíldar sem býður
upp á vissa tvíræðni og kann að skýra þýðingu Viðeyjarbiblíu.
42. sálmur
Hér er um að ræða fyrsta sálminn í annarri bók sálmasafnsins (Slm
42–72). Hann þykir dæmigerður harmsálmur einstaklings, ein-
kennist af fallegu myndmáli og því að óvenjumikið má af honum
ráða um ljóðmælandann, m.a. það að hann virðist vera í útlegð.
2 Einsog hjørturinn kallar eptir rennandi vatni, svo kallar mín sál,
Gud! til þín. (1584/1644 Lijka sem þad Hjørturinn kallar epter
fersku Vatni / so kallar mijn Sꜳla / Gud / til þijn; 1747/1813 … lif-
anda …; 1866 = Við.; 1910 og áfram, engin þýðingartengsl).
3 mína sál þyrstir eptir Gudi, eptir þeim lifanda Gudi, nær mun ég
koma, ad eg sjái Guds auglit. (1584/1644 Mijna Sꜳlu hana þyrster
epter Gude / epter þeim lifandi Gude. / Hvenær mun eg þangad
komast / þad eg siai Guds andlit?; 1866 = Við.; 1908/1981 Sál mína
þyrstir eftir Guði, hinum lifanda Guði, hve nær mun eg fá að koma
og birtast fyrir augliti Guðs?; 2007 … og sjá auglit Guðs?).
4 Minn grátur er mín fæda dag og nótt, af því daglega er vid mig
126 guðrún, gunnlaugur, sigurður skírnir
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 126