Skírnir - 01.04.2016, Page 127
127viðeyjarbiblía (1841)
sagt: hvar er þinn Gud? (1584/1644 Mijn Tꜳr þau eru mijn Fædsla
Nótt og Dag / med þui ad dagliga verdur til mijn sagt: / Hvar er nu
þinnGud?; 1866 = Við.; 1908/1981 Tár mín (=1584) urðu fæða mín
dag og nótt af því að menn segja við mig liðlangan daginn: Hvar er
Guð þinn?; 2007 … því að daglangt…).
5 Þegar eg hugsa til þess, þá úthellir mitt hjarta sér í tárum, hvernig
eg ferdadist med þessum hóp, (1584/1644 Nær ed eg huxa þar til / þa
vthelli eg mijnu Hiarta hia sialfum mier (síðan engin þýðingartengsl);
1866 = … hjarta mitt…; 1908 og áfram, engin þýðingartengsl)
og gékk med þeim til Guds húss / med fagnadarópi og lofsaung,
medal þess fjølda sem héldt hátídina. (1584/1644 og med þeim fara
til Guds hwss med Gledskap og Þackargiørd / ja med þeim fiøld-
anum sem Hꜳtijdena heldr: 1747/1813 heldur heilagt = 1728; 1866
= Við; 1908 og áfram, engin bein þýðingartengsl).
6 Hvar fyrir ertu svo nidurbeigd mín sál, og svo óróleg í mér?
(1584/1644 Þui ertu, Sꜳla mijn, so hrygg / og hvar fyrer angrar þu
mig þannin? 1747/1813 … og ert svo óróleg í mér = Við.; 1866 =
Hvers vegna… ; 1908 og áfram, engin bein þýðingartengsl).
Bíd þú eptir Gudi, því enn nú mun eg þakka hønum, því frá honum
kémur hjálprædid. (1584/1644 Treystu a Gud; 1747/1813 Bíð þú
eftir Guði = Við.; eftir það lítil bein þýðingartengsl; 1866 = Við.;
1908 og áfram, engin bein þýðingartengsl).
7 Ó Gud! mín sál er nidurbeigd í mér, af því eg minnist þín frá Jór-
danslandi og frá Hermon, því litla fjalli (1584/1644 Minn Gud, /
Sꜳla mijn er sorgbiten i þier / þar fyrir minnest eg a þig i landinu Jor-
danar og Hermonim / a þui sma Fialle; 1747/1813 … landinu hjá
Jórdan og Hermóním, á því litla fjalli = Við.; 1866 = Við.; 1908/1981
Guð minn, sál mín er beygð í mér; eftir það lítil þýðingartengsl).
8 Eitt flód kallar annad, með dunum þinna fossa allar þínar øldur og
bylgjur steypast yfir mig. (1584/1644/1728/1747 engin bein þýðing-
artengsl; 1866 Eitt vatnsfallið, annars eins; 1908/1981 Eitt flóðið,
annars engin bein þýðingartengsl).
9 (Ádur) á daginn veitti Drottinn mér sína miskunn, og á nóttunni
var hans lofsaungur hjá mér, bæn til Guds míns lífs. (1584/1644/
1728 lítil bein þýðingartengsl; 1866 = Við; 1908 og áfram: engin bein
þýðingartengsl).
skírnir
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 127