Skírnir - 01.04.2016, Page 128
10. Nú segi eg vid Gud: mitt bjarg! hví hefir þú gleymt mér? hví
verd eg ad gánga í sorgarbúningi þá óvinurinn ad mér þreingir?
(1584/1644 lítil bein þýðingartengsl; 1728 Eg vil seigia til Guds: mitt
biarg, hvi hefur þu gleymt mier? Hvi mꜳ eg ganga i sorgar klædum
i þvi minn fiandmadur þreinger mier?; 1866 = Við.; 1908/1981 Eg
mæli til Guðs: þú bjarg mitt; 2007 Ég segi við Guð, bjarg mitt, eftir
það engin bein þýðingartengsl).
11. Mínir óvinir smána mig, svo ad mín bein merjast, med því ad
segja yduglega vid mig: hvar er þinn Gud? (1584/1644/1728 engin
bein þýðingartengsl; 1866 = Við.; 1908 og áfram, engin bein þýð -
ingartengsl).
12 Hvar fyrir ertu svo nidurbeigd mín sál og svo ángurvær. Bíd
þú Guds! því eg mun hønum nú enn þakkir gjøra, mínum frelsara
og mínum Gudi. (1584/1644/1728/1747 engin bein þýðingar-
tengsl; 1866 Hvers vegna…; 1908/1981/2007 engin bein þýðingar-
tengsl).
Niðurstöður úr Slm 42
Það sem öðru fremur einkennir framlag Viðeyjarbiblíu til þýðinga-
sögu þessa sálms er hversu víða hún stendur einangruð, þ.e. er
hvorki undir áhrifum eldri þýðinga né hefur áhrif á þær sem á eftir
koma. Dæmi þessa sjáum við í 4. versi (Minn grátur), 6. versi (Hvar
fyrir), 9. versi (Ádur á daginn) sem og í 11. og 12. versi. Í 2. og 5. versi
er um að ræða áhrif á Viðeyjarbiblíu úr eldri þýðingum. Athygli
vekur að í öllum eldri þýðingunum er notað karlkynsorðið hjörtur
þar sem yngstu þýðingarnar (frá 1908) nota hind. Skýringin á
þessum mun á væntanlega rætur í hebreska frumtextanum sem
virðist spilltur á þessum stað. Hebreska nafnorðið (hjörtur) er í karl-
kyni en sögnin er í kvenkyni (að þrá). Sú samsetning gengur ekki
upp og því hafa þýðendur snemma þurft að gera upp við sig hvort
skuli ráða ferðinni, karlkyn nafnorðsins eða kvenkyn sagnorðsins.
90. sálmur
Í íslensku samhengi er þessi sálmur þekktastur fyrir það að þjóð -
söngur Matthíasar Jochumssonar er ortur út af honum (1874). Þetta
128 guðrún, gunnlaugur, sigurður skírnir
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 128