Skírnir - 01.04.2016, Síða 129
129viðeyjarbiblía (1841)
er eini sálmur safnsins sem tengdur er Móse í yfirskrift og er jafn-
framt fyrsti sálmur fjórðu bókar safnsins (Slm 90–106). En sálmar
þeirrar bókar þykja einmitt einkennast af því að stef úr Mósebókum
eru þar fyrirferðarmikil.
1 Bæn Mósis þess Guds manns. Drottinn! þú varst vort athvarf frá
kyni til kyns. (1584/1644 Drottinn, þu ert vort Athvarf / alltijd og
æfenliga; …1644 æ og alltijd …; 1866 = Við.; 1908/1981/2007 Drott-
inn, þú hefir/hefur verið oss athvarf frá kyni til kyns).
2 Ádur en fjøllin fæddust og þú tilbjóst jørðina og heiminn, já, frá ei-
lífd til eilífdar, ertu Gud. (1584 engin bein þýðingartengsl; 1644/
1728 … fra Eilijfd til eilijfdar; 1866 = Við.; 1908/1981/2007 Áður en
fjöllin fæddust … frá eilífð til eilífðar).
3 Þú gjørir manninn að dupti og segir: komid aptur, þér mannanna
børn! (1584/1644 Þu sem lætur Mannenn i burt deya / og seiger/
Komit aptur, þér Mannanna Syner (1644/1728 börn); 1728 engin
bein þýðingartengsl; 1866 = Við.; 1908 og áfram, engin bein þýðing-
artengsl utan „þér mannanna börn“).
4 Því þúsund ár eru fyrir þínum augum sem dagurinn í gjær, þá hann
er lidinn, og eins og næturvaka. (1584/1644 lítil bein þýðingartengsl
(1584 nætur Eykt, 1644 Næturuaka); 1728 Af þvi þusund ꜳr eru
fyreþijnum augum / sem dagurenn i giær / nær hann er ummlidenn
…; 1866 = Við.; 1908 og áfram: Því að þúsund ár eru í þínum augum
sem dagurinn í gær, þegar hann er liðinn, já, eins og næturvaka).
5 Þú burt skolar þeim, þeir eru sem draumur; á morgnana sem gras,
er fljótt hverfur. (1584/1644 engin þýðingartengsl; 1728 Þu skola-
dir þeim burt … Ad morgni eru þeir sem gras …; 1866 = Við.; 1908
og áfram, engin þýðingartengsl).
6 Á morgnana blómgast þad og fer, á kvøldin er þad slegid og
þurk ad. (1584/1644/ 1728 engin bein þýðingartengsl; 1866 = Við.;
1908 engin bein þýðingartengsl).
7 Því vér tortýnumst í þinni reidi, og hrøkkum undan þinni brædi.
(1584/1644/1728 engin bein þýðingartengsl; 1866 = Við.; 1908 og
áfram, engin þýðingartengsl).
8 Þú setur vorar misgjørdir þér fyrir augu, vorar heimuglegu syndir
fyrir ljós þíns auglitis. (1584/1644/1728 engin bein þýðingartengsl
skírnir
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 129