Skírnir - 01.04.2016, Page 131
131viðeyjarbiblía (1841)
16 Lát þína þjóna sjá þitt verk, og þeirra børn þína dýrd. (1584/
1644/1728 engin bein þýðingartengsl; 1866 = Við.; 1908/1981/2007
… og dýrð þína börnum þeirra).
17 Drottins vors Guds gódgirni veri yfir oss og staðfesti verk vorra
handa. (1584/1644/1728 engin bein þýðingartengsl; 1866 = Við.;
1908 og áfram, engin bein þýðingartengsl).
Já, lát þér þóknast að stadfesta verkin vorra handa. (1584/1644/1728
engin bein þýðingartengsl; 1866 = Við.; 1908/1981 engin bein
þýðingartengsl).
Niðurstöður úr Slm 90
Óhætt er að tala um talsverða sérstöðu Viðeyjarbiblíu þegar bornar
eru saman íslenskar biblíuþýðingar á 90. sálmi. Það reynist þó svo
að áhrif Viðeyjarbiblíu á yngri þýðingar eru ekki mjög veruleg,
fremur er um að ræða býsna mörg dæmi þess að hún standi ein-
angruð bæði gagnvart eldri og yngri þýðingum. Dæmi um það
sjáum við hér að framan í versum 3, 5, 6, 7, 8, 10, 15, 16 og 17.
Í 1. versi, frá kyni til kyns, og 2. versi, Áður en fjöllin fæddust, er
hins vegar um að ræða áhugaverða breytingu í Viðeyjarbiblíu sem
kenna má við málhreinsun. Í hinu mikilvæga 12. versi reynist
Viðeyjarbiblía fyrst með orðalagið Kenn oss að telja daga vora (1584
Kienn þu oss at huxa) sem er nær merkingu hebreska frumtextans en
eldri þýðingarnar.
Niðurstöður úr Davíðssálmum
Við athugun á þýðingasögu sálmanna vekur það einna helst athygli
að Viðeyjarbiblía í þýðingu Árna Helgasonar hefur víða sérstöðu án
þess að hafa áhrif á yngri þýðingar. Raunar er frekar um að ræða
áhrif eldri þýðinga á hana. Sálmarnir reynast líka hafa mörg góð
dæmi um samfellu í íslensku máli. Vissulega eru dæmi um þýðingar
Viðeyjarbiblíu í málhreinsunarátt en þau eru þó ekki það sem
stendur upp úr þegar rýnt er í sálmana. Áhrif Viðeyjarbiblíu á yngri
þýðingar komu einna best í ljós í einum þeirra sálma sem athugaður
var án þess að vera birtur hér, þ.e. í hinum kunna 137. sálmi, Við
skírnir
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 131