Skírnir - 01.04.2016, Page 132
Babýlónsfljót sátum vér og grétum. Þá eru forvitnileg dæmi um að
innskot innan sviga hafi verið sett til skýringar (t.d. í 8. sálmi). Í 24.
sálmi er Viðeyjarbiblía með áhugaverða þýðingu, Hver þorir að
stíga upp í Drottins borg, sem helst verður flokkuð með dæmum
um túlkun á kostnað orðréttrar þýðingar. Aðeins 1859 og 1866
fylgja henni í því, en þær þýðingar fylgja henni undantekningalítið
eins og áður hefur verið getið.
Jesaja
Jesajaritið er ásamt Davíðssálmum það rit Gamla testamentisins sem
oftast er vitnað til í Nýja testamentinu og mest áhrif hefur haft í
kristninni.9 Það er líka lengst spámannaritanna og ýmsir textar þess
voru löngum túlkaðir sem Messíasarspádómar. Frá upphafi nútíma
biblíufræða seint á 19. öld hefur það verið viðtekin skoðun að ritið
skiptist í þrjá meginhluta, kafla 1–39 sem eigi margir rætur sínar að
rekja til spámannsins Jesaja sem uppi var á 8. öld f.Kr. í Jerúsalem,
kafla 40–55, sem séu frá ókunnum spámanni er starfað hafi meðal út-
laganna í Babýlon um 550 f. Kr., og kafla 56–66 sem séu frá tím-
anum eftir heimkomuna úr útlegðinni, þ.e. eftir 538 f. Kr. Hér verða
tekin dæmi af fjórum textum úr þessu mikla riti.
6. kafli
Kaflinn greinir frá því er spámaðurinn Jesaja hlýtur köllun frá Guði.
Sá atburður er tímasettur í 1. versi, þ.e. árið sem Ússía konungur
andaðist sem yfirleitt er talið hafa verið 742 f. Kr. Köllunin á sér
stað í sýn í musterinu í Jerúsalem. Þriðja versið (heilagur, heilagur,
heilagur) er meðal þess sem þekkt er úr helgihaldi bæði gyðinga og
kristinna manna.
1 Sama ár sem Usías konúngur andadist, sá eg hinn alvalda, sitj-
anda á háreistum og gnæfanda stóli, og faldur klæda hans breiddist
um allt musterid. (1584/1644/1728 engin bein þýðingartengsl; 1866
= Við.; 1908/1981 … gnæfandi …).
132 guðrún, gunnlaugur, sigurður skírnir
9 Um áhrif Jesajaritsins hefur John F. A. Sawyer (1996) fjallað með ágætum.
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 132