Skírnir - 01.04.2016, Síða 134
sendebode vera? Enn eg sagda / hier em eg / send þu mig; 1866 =
Við.; 1908/1981 … erindreki vor…).
Niðurstöður úr 6. kafla
Viðeyjarbiblía reynist hafa sérstöðu um að nota þýðinguna hinn al-
valdi í 1. versi. Þarna hefur þýðandinn, Sveinbjörn Egilsson, sem
heimildir greina að stuðst hafi við hebreska textann í þýðingarvinnu
sinni, viljað láta koma fram að í frumtexta er ekki notað hið hefð -
bundna Jahve-nafn yfir Guð Ísrael, en það er jafnan þýtt sem Drott-
inn. Í textanum stendur „adonaj“ (eiginlega: „herra minn“) sem er
það hugtak sem trúaðir gyðingar lesa gjarnan þegar Jahve-nafnið
kemur fyrir, því að svo heilagt hefur það löngum þótt að menn ættu
helst ekki að bera það fram.
Þýðandinn setur skýringu á orðinu Seraffar innan sviga (Höfuð -
einglar) í 2. versi. Í 4. versi vekur athygli að Sveinbjörn er fyrstur ís-
lenskra þýðenda til að nota orðið þröskuldar. Í þessari frásögn af
köllun Jesaja reynast áhrif Viðeyjarbiblíu allnokkur á yngri þýð -
ingar og eru 2., 4. og 6. vers dæmi um það.
9. kafli
Þetta er einn af þekktari textum Jesajaritsins og skapar hugrenn-
ingatengsl meðal íslenskrar þjóðar við jólahátíðina. Forn túlkunar-
hefð tengir enda textann við komu Messíasar og Messíasartímann.
Orðin í 5. versi, barn er oss fætt, sonur er oss gefinn, skildu kristnir
ritskýrendur löngum sem fyrirheit um fæðingu Krists.
1 Sú þjód, sem í myrkrinu geingur, sjer mikid ljós: yfir þeim, sem
búa í landi náttmyrkranna, ljómar føgur birta. (1584 Þad folk sem
geingr (1644 gieck) j Myrkrunum / sier eitt Lioos miked …; 1728
engin bein þýðingartengsl; 1866 … í myrkrinu …; 1908/1981/2007
Sú þjóð, sem í myrkri gengur, sér mikið ljós … sem búa í landi nátt-
myrkranna …).
2 Þú gjørir þessa þjód fjølmenna, og eykur stórum hennar føgnud:
(1584/1644/1728 engin bein þýðingartengsl; 1866 = Við.; 1908 og
áfram, engin bein þýðingartengsl).
134 guðrún, gunnlaugur, sigurður skírnir
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 134