Skírnir - 01.04.2016, Side 135
135viðeyjarbiblía (1841)
menn gledja sig fyrir þínu augliti, einsog þegar menn gledjast á
kornskérutímanum, og einsog menn leika af feginleik, þegar her-
fángi er skipt. (1584/1644 engin bein þýðingartengsl; 1728 … nær
mann skiptir herfangi; 1813 … a kornskeru tímanum …; 1866 =
Við.; 1908/1981 menn gleðja sig fyrir þínu augliti, eins og þegar
menn gleðjast á kornskurðartímanum, eins og (÷ 1981) þegar menn
leika af … þegar herfangi er skift; 2007 lítil þýðingartengsl).
3 Því okid, sem hún bar, stafinn, sem reid ad herdum hennar, bar-
efli verknaudarmannsins hefir þú í sundur brotid, einsog á degi
Midíansmanna (1584/1644/1728 engin bein þýðingartengsl; 1866 =
Við.; 1908/1981 … stafinn, sem reið að herðum hennar, … hefir þú
í sundur brotið, eins og á degi Midíans).
4 þegar hvørr madur batt á sig brynhosu í ofbodi, og klædin velkt-
ust í blódi, og allt, sem brenna nádi vard eldsmatur. (1584/1644/
1728 ekki nokkur þýðingartengsl; 1866 fyrri hlutinn ólíkur; 1908
og áfram, lítil þýðingartengsl).
5 Því eitt barn er oss fædt, sonur er oss géfinn; á hans herdum skal
høfdingjadómurinn hvíla; hann skal heita „hinn undrunarlegi, rád-
gjafi, hinn máttugi sterki Gud, fadir eilífdarinnar, fridarhøfdíngi.
(1584/1644 þuiat oss er eitt Barn fædt, eirn Sonr er oss gefinn, huers
Høfdingiadomr at er a hans Herdum; 1728 Þvi eitt barn er fædt oss,
einn sonur er giefenn oss og høfdingia doomurenn skal vera a hans
herdum; 1908/1981/2007 Því að barn er oss fætt, sonur er oss gef-
inn; á hans herðum skal höfðingjadómurinn hvíla …).
6 Hans veldi skal æ fara vaxandi, og fridurinn skal engan enda taka
á Davíds hásæti og í hans konúngsríki, því er hann mun efla og
styrkja með dómi og réttvísi (réttvísum dómi) hédan í frá og til ei-
lífrar tídar. Ástríki Drottins allsherjar mun slíku til vegar koma.
(1584/1644 … medr Dome ogRiettuijse …; 1728 … fra nu og allt til
eilijfrar tijdar …; 1866 = Við.; 1908/ 1981 … og friðurinn engan
enda taka á hásæti Davíðs og í konungsríki (1981 ríki) hans…).
Niðurstöður úr 9. kafla
Það þarf ekki að koma á óvart að 5. versið í þessu kunna ljóði Jesaja
er það sem reynist hafa að geyma mesta samfellu þegar íslensk
skírnir
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 135