Skírnir - 01.04.2016, Side 136
þýðingasaga textans er skoðuð. Fólk er íhaldssamt og tregt til að
breyta þýðingum á textum sem eru vel þekktir og oft til vitnað, og
það á sannarlega við um þennan texta. Eins og svo víða í Jesajarit-
inu reynast áhrif Viðeyjarbiblíu á yngri þýðingar nokkur í þessum
versum og má ekki síst sjá merki þess í 1., 2. og 6. versi.
42. kafli
Þessi kafli hefur að geyma eitt af svokölluðum þjónsljóðum Jesaja-
ritsins (öll eru þau innan annars meginhluta ritsins, kafla 40–55).
Þau voru lengst af í kristinni túlkunarhefð lesin og skilin sem spá-
dómur um Krist og þjáningar hans. Gyðingar litu hins vegar yfir-
leitt svo á að með þjóninum væri átt við Ísraelsþjóðina. Það er
raunar umdeilt hvort ljóðið hér nær aðeins yfir fjögur fyrstu versin
eða öll versin níu.
1 Sjá! mínum þjóni, sem eg leidi vid hønd mér, mínum útvalda, á
hvørjum eg hefi velþóknan, honum hefi eg minn anda géfid; hann
mun kunngjøra þjódunum, hvad rétt er. (1584/1644/1727 engin
bein þýðingartengsl; 1866 = Við.; 1908/1981 … sem eg leiði mér við
hönd, minn útvalda …).
2 Hann mun ekki kalla, ekki hafa háreysti, og ekki heyra láta raust
sína á strætunum. (1584/1644/1728 lítil bein þýðingartengsl; 1866 …
ekki heyra láta …; 1908/1981 orðatengsl).
3 Hinn brákada reyrinn mun hann ekki í sundur brjóta, og hinn
dapra línkveik mun hann ekki útsløkkva; hvad rétt er, mun hann
trúlega kunngjøra. (1644 Þann brꜳkada Reyrenn mun hann ecke j
sundr briota / og þann riukande Lijnkueik mun hann ecke wtsløc-
kua …; 1728 lítil þýðingartengsl; 1866 = Við.; 1908/1981 Brákaðan
reyrinn brýtur hann ekki sundur, og dapran hörkveik slökkur hann
ekki …).
4 Hann mun ekki daprast og ekki uppgéfast, uns hann fær komid
réttri skipun á landid, og fjarlægar landsálfur munu eptir hans løg-
máli vænta. (1584/1644 lítil sem engin þýðingartengsl, þó: epter
hans Løgmꜳle vænta; 1728 engin bein þýðingartengsl; 1866 = Við.;
1908/1981 nokkur þýðingartengsl en ekki bein).
136 guðrún, gunnlaugur, sigurður skírnir
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 136