Skírnir - 01.04.2016, Page 137
137viðeyjarbiblía (1841)
5 Svo segir Gud Drottinn, sá er skóp himininn og útþandi hann, sá
ed útbreiddi jørdina med øllu því, er á henni sprettur, sá ed andar-
drátt géfur þjódum jardarinnar, og lífsanda þeim, sem á henni
gánga. (1584/1644/1728 engin bein þýðingartengsl; 1866 = Við.;
1908/1981 Svo segir Gud, Jahve, (1912 Drottinn; 1981 Drottinn
Guð), sá er skóp himininn og þandi hann út, sá er breiddi út
jörðina með öllu því, sem á henni vex, sá er andardrátt gaf mann-
fólkinu á jörðinni og lífsanda þeim er á henni ganga).
6 Eg Drottinn hefi kallad þig til hjálprædis, eg held í hønd þína og gæti
þín; eg set þig til þess ad stadfesta sáttmála þjódarinnar, og til þess að
vera ljós heidíngjanna, (1584/1644/1728 … …medRiettlæte…; 1866
= Við.; 1908/1981 … kallað þig til réttlætis og held í hönd þína …)
7 til ad opna þau hin blindu augun, og til ad útleida úr vardhaldinu
þá sem bundnir eru, og úr díblissunni þá, er í myrkrunum sitja.
(1584/1644 … og þa sem þar sitia i Myrkrunum / i burt vr Dypl-
issunne; 1728 engin bein þýðingartengsl; 1866 = Við.; 1908/1981 til
að opna hin blindu augun, til að leiða út úr varðhaldinu þá, er
bundnir eru, og úr dýflissunni þá, er í myrkri sitja).
8 Eg em Drottinn; þad er mitt nafn; mína dýrd géf eg ekki hjágud -
um, né mitt lof úthøggnum líkneskjum. (1584/1644 Eg DROTTIN
/ Þat er mitt Nafn / og mijna Dyrd …; 1866 = Við.; 1908 Eg er Jahve
(1912/1981 Drottinn); það er nafn mitt; og dýrð mína … né lof
mitt úthöggnum líkneskjum).
9 Hinir eldri spádómar, þeir eru fram komnir, en nú kunngjøri eg
nokkud nýtt, og læt ydur heyra þad, ádur enn nokkud vottar fyrir
því. (1584/1644/1728 engin bein þýðingartengsl; 1866 = Við.;
1908/1981 engin bein þýðingartengsl).
Niðurstöður úr 42. kafla
Í þessum fallega og ljóðræna texta reynist Viðeyjarbiblía hafa haft
nokkur áhrif á yngri þýðingar, þó að vissulega sé hún bæði veitandi
og þiggjandi í þýðingasögu ljóðsins og raunar einnig með sérstöðu
að nokkru leyti. Sérstaðan birtist einkum í 1., 6. og 9. versi. Dæmi
um áhrif Viðeyjarbiblíu á yngri þýðingar eru mest áberandi í vers-
unum 2, 4, Hann mun ekki daprast …, 5 og 7.
skírnir
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 137