Skírnir - 01.04.2016, Page 139
139viðeyjarbiblía (1841)
bæði við eldri þýðingar og yngri. Meðal þess sem athygli vekur í
þýðingu Viðeyjarbiblíu er hugtakið „höfuðdjásn“ í 3. versi.
Niðurstöður um Jesajaritið
Þegar þýðingarsaga Jesajaritsins er skoðuð, og hér er auk dæmanna
að ofan stuðst við hluta úr köflum 1, 7, 11, 40, 52, 54 og 60 sem farið
var í gegnum með sama hætti, þá sýnir sig að áhrif Viðeyjarbiblíu á
yngri þýðingar eru umtalsverð. Þau eru augljóslega meiri en um var
að ræða í Davíðssálmum. Þýðandi Jesaja var Sveinbjörn Egilsson
en Árni Helgason þýddi Davíðssálma, og svo er því að sjá sem
áhrifamáttur Sveinbjarnar sem þýðanda hafi reynst meiri en Árna ef
marka má þýðingasamanburðinn á þessum tveimur vinsælustu
ritum Gamla testamentisins. Allvíða reynist Viðeyjarbiblía líka hafa
sérstöðu án þess að hafa áhrif á yngri þýðingar og þá er hér sömu-
leiðis að finna forvitnileg dæmi um að túlkun eða skýring sé byggð
inn í þýðinguna umfram orðrétta þýðingu. Forvitnileg dæmi þar
um voru ekki síst í 40. kafla. Dæmi um málhreinsun í Viðeyjarbiblíu
var t.d. að finna í 9. kafla, Sú þjód, sem í myrkri geingur sér mikid
ljós, en málhreinsun var þó ekki áberandi einkenni á þýðingunni.
Nýja testamentið — samstofna guðspjöllin
Þeir guðspjallatextar sem hér verða teknir sem dæmi hafa verið
miðlægir í kristinni boðun frá öndverðu. Textinn úr 5. kafla Matt -
eusarguðspjalls er upphaf Fjallræðunnar, sæluboðanirnar sem svo
hafa verið nefndar. Þá er dæmi úr Markúsarguðspjalli, nánar tiltekið
upphaf guðspjallsins sem hefur að geyma frásögn af prédikun Jó-
hannesar skírara, skírn Jesú og sagan af freistingum Jesú í eyðimörk-
inni. Þetta er einn af lykiltextum Nýja testamentisins um það hver
Jesús raunverulega var, þ.e. sonur Guðs. Þriðji textinn er sagan af
miskunnsama Samverjanum og er mikilvægur texti í boðun og
skilningi á kristilegu siðgæði.
Eins og fram hefur komið þýddi Geir Vídalín samstofna guð -
spjöllin og Sveinbjörn Egilsson tók að sér að fara yfir þýðingu
skírnir
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 139