Skírnir - 01.04.2016, Síða 143
143viðeyjarbiblía (1841)
Athygli vekur að í 9. versi er lykilorð þýtt með ólíkum hætti,
þ.e. þeir sem Fridenn giøra (1584), þeir fridsømu (1728), friðsemj-
endur (1908) og friðflytjendur (1981/2007). Geir Vídalín hafði lagt
til „Sælir eru friðsamir“. Þar sem hér er um upphaf Fjallræðunnar
að ræða hefði mátt ætla að samfellan í þýðingunum væri meiri. Þá
er sérstaða Viðeyjarbiblíu mjög áberandi án þess að hún hafi mikil
áhrif á yngri þýðingar.
Markús 1. 1–15
1 Þetta er upphaf gledi-bodskaparins Jesú Krists, Gud Sonar.
(1584/1644… Euangelij; 1728 /1728 evangelii …; skipting milli versa
1 og 2 ekki hin sama; 1866 = Við.; Upphaf fagnaðarboðskapar Jesú
Krists, sonar Guðs …; 1981/2007 ekki bein þýðingartengsl).
2 Eins og skrifad er hjá Spámanninum Esajas: „sjá! eg sendi minn
Sendiboda á undan þér, sá er greida skal veg þinn; (1584/1644 nefna
ekki Jesaja, … Eingil …, annars ekki bein þýðingartengsl; 1728
nefnir ekki Jesaja, sjá … = Við.; 1866 … engil = 1584/1644;
1908/1981 Sjá, eg sendi sendiboða minn á undan þér …, síðan ekki
bein þýðingartengsl)
3 kall er heyrt í óbygdum: tilbúid veg Drottins, jafnid brautir hans:“
(1584/1644/1728 engin bein þýðingartengsl; 1866 fer aðra leið; 1908
og áfram, engin bein þýðingartengsl).
4 þannig skédi þad, ad Jóhannes skírdi í eydimørku og kénndi: ad
þeir, er skírast vildu, skyldu bæta rád sitt, til ad fá fyrirgéfningu
synda sinna. (1584/1644/1728 engin bein þýðingartengsl; 1866 fer
aðra leið en Við.; 1908/1981 … prédikaði iðrunarskírn = 1584/1644;
2007 fer aðra leið).
5 Til hans komu allir Júdeu og Jerúsalems innbyggendur, og voru
þeir, sem játudu sín afbrot, skírdir af honum í ánni Jórdan.
(1584/1644/1728 engin bein þýðingartengsl; 1866 ekki bein þýðing-
artengsl; 1908 og áfram, fara aðra leið).
6 Jóhannes var klæddur úlfaldshárum og girdtur ledur-belti um
lendar sér; fæda hans voru engisprettur og skógarhunáng. (1584/
1644/1728 lítil bein þýðingartengsl; 1866 … úlfaldshárum = 1584/
skírnir
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 143