Skírnir - 01.04.2016, Page 147
147viðeyjarbiblía (1841)
35 Degi sídar, er hann var ferdbúinn, tók hann upp tvo penínga,
fékk gestgjafanum og mælti: al þú ønn fyrir honum, og þad, sem þú
kostar meiru til, skal eg borga þér, þegar eg kém aptur. (1584/1644/
1728 nær engin bein þýðingartengsl; 1866 = Við.; 1908 í fyrri hluta
ekki bein þýðingartengsl, síðari hluti = Við., 1981/2007 minni
þýðingartengsl).
36 Hvørr af þessum þremur sýnist þér vera náúngi þess sem féll í
hendur reyfurunum? (1584/1644/1728 ekki bein þýðingartengsl;
1866 = Við., nema lokin, „Ræningianna“ í stað reyfurum; 1908 nán-
ast = 1866; 1981/2007 fara aðeins aðra leið).
hann mælti: sá, sem miskunar verkid gjørdi á honum. (1584/1644/
En hann sagde / Sa er myskunsemina giørde a honum; 1728 Enn
hann sagde: sem giørde myskunsemina vid hann.; 1866/1908/1981
= Við.; 2007 … gerði á honum.)
37 Jesús mælti: far þú og gjør hid sama. (1584/1644 Síðari hlutinn
= Við.; 1728 ekki bein þýðingartengsl; 1866 nánast = Við.;
1908/1981/2007 nánast = Við.).
Niðurstöður
Í 25., 30. og 37. versi má greina nokkur áhrif Viðeyjarbiblíu á síðari
þýðingar. Hins vegar er hefðin rík allt frá 1584 til 2007 í versum 26,
27, 28 og 29. Sérstaða Viðeyjarbiblíu kemur hins vegar ljóst fram í
versum 31–36.
Filippíbréfið og Opinberunarbókin
Filippíbréfið
Söfnuðurinn í Filippí er sá fyrsti sem Páll postuli stofnaði í Evrópu.
Söfnuðurinn var mjög tengdur Páli og lét sér annt um hann og
sömuleiðis bar Páll sterkar tilfinningar til safnaðarins. Þegar bréfið
er ritað sat Páll í fangelsi og hafði söfnuðurinn sent honum fé til
viðurværis sem Páll þakkar fyrir í bréfinu. Filippíbréfið hefur verið
rannsakað ítarlega af fræðimönnum vegna umræðu Páls um það
hver Kristur sé. Í upphafi bréfsins tjáir Páll þakkir sínar og fyrirbæn
skírnir
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 147