Skírnir - 01.04.2016, Qupperneq 148
fyrir söfnuðinum auk þess sem hann ræðir um eigin hagi (Biblían
2007; Kümmel 1975).
1. kafli 1–14
1 Páll og Tímóteus þjónar Jesú Krists, óska øllum Jesú Krists heiløg -
um, í Filippíborg, forstjórum og tilsjónarmønnum, (1584/1644/
1728 ekki bein þýðingartengsl; 1866 = Við.; 1908 og áfram, ekki
bein þýðingartengsl)
2 nádar og fridar frá Gudi vorum Fødur og Herranum Jesú Kristi.
(1584/1644/1728 ekki bein þýðingartengsl; 1866 = Við. nema Herr-
anum verður Drottni; 1908 og áfram, fara aðra leið).
3 Eg þakka Gudi mínum, í hvørt sinn, sem eg til ydar hugsa;
(1584/1644/1728 ekki bein þýðingartengsl; 1866 … hugsa til yðar;
1908 og áfram, …skipti …)
4 og ávallt, í øllum mínum bænum, bid eg med gledi fyrir øllum,
(1584/1644/1728 ekki bein þýðingartengsl; 1866 = Við. nema „yður
öllum“; 1908 og áfram, ekki þýðingartengsl)
5 søkum fastheldni ydar vid nádar bodskapinn, frá því fyrsta allt til
þessa tíma; (1584/1644/1728 engin þýðingartengsl; 1866 fyrri hluti
= Við., frá hinum fyrsta degi …; 1908/1981 í fyrri hluta engin
þýðingartengsl, síðari hluti = 1866; 2007 fer aðra leið).
6 þared eg fulltreysti því, ad sá sem hefir byrjad hid góda verkid
med ydur, muni þad fullkomna, allt þar til Kristur kémur. (1584/
1644/1728 ekki mikil bein þýðingartengsl; 1866 nánast bein þýðing-
artengsl en þó ekki alveg; 1908 og áfram, fara aðra leið).
7 Það er og vidurkvæmilegt fyrir mig, að hafa þvílíka þánka um
ydur alla, sem ásamt mér erud ordnir hluttakandi í nádinni, þared
eg hefi ydur sífeldt í huganum, hvørt sem eg er í fángélsi, ellegar eg
er ad forsvara nádar-lærdóminn og stadfesta hann. (1584/164/1728
engin bein þýðingartengsl; 1866 Með því að …að halda þetta …
verja náðarlærdóminn …; 1908 og áfram, fara aðra leið).
8 Því Gud veit, ad eg elska ydur alla med vidkvæmri ást, líkri Jesú
Krists; (1584/1666/1728 ekki bein þýðingartengsl; 1866 … með ást
Jesú Krists; 1908 og áfram, fara aðra leið)
9 og bid eg ad elska ydar eflist æ meir og meir, ásamt þekkíngu og
148 guðrún, gunnlaugur, sigurður skírnir
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 148