Skírnir - 01.04.2016, Page 149
149viðeyjarbiblía (1841)
gódum skilníngi (1584/1644/1728 engin bein þýðingartengsl; 1866
… góðri greind; 1908 meiri þýðingartengsl við 1866; 1981/2007 fara
aðeins aðra leið)
10 svo ad þér skilid gétid hvad rétt er, og séud rádvandir og ámælis-
lausir allt til Krists adkomu dags (1584/1644/1728 engin bein þýð -
ingartengsl; 1866 … getið skilið …; 1908 og áfram, fara aðra leið)
11 og séud ríkir af ávøxtum kristilegrar dygdar, Gudi til lofs og
dýrdar. (1584/1644/1728 engin bein þýðingartengsl; 1866 = Við.;
1908 og áfram, fara aðra leið).
12 Vitid, brædur! ad þad, sem fram vid mig hefir komid, hefir mikid
eflt framgáng nádarlærdómsins, (1584/1644/1728 ekki bein þýðing-
artengsl; 1866 = Við.; 1908 og áfram, fara aðra leið)
13 því ad þad er kunnugt orðid gjørvallri Keisarans hird og øllum
ødrum útífrá, ad eg er fjøtradur vegna Krists. (1584/1644/1728
engin bein þýðingartengsl; 1866 = Við.; 1908 og áfram, fara aðra
leið).
14 Margir brædur hafa feingid dug af fjøtrum mínum, og enn meiri
djørfúng, til að kénna lærdóminn óskélfdir. (1584/1644/1728 engin
bein þýðingartengsl; 1866 = Við.; 1908 og áfram, fara aðra leið).
Niðurstöður.
Hér vekur athygli sérstaða Viðeyjarbiblíu. Það verður ekki séð að
fyrri þýðingar hafi haft bein áhrif á þýðinguna og sömuleiðis verður
ekki séð að texti Viðeyjarbiblíu hafi haft bein áhrif á síðari þýðingar.
Opinberunarbókin
Álitið er að Opinberunarbókin sé skrifuð á síðasta áratug 1. aldar,
en þá stóðu yfir ofsóknir Dómitíanusar keisara á hendur kristnum
mönnum. Málfar höfundar er skáldlegt og túlkar hann í ríkulegu
myndmáli atburði líðandi stundar frá sjónarhóli nýs veruleika sem
er ofar öllu og annars konar en daglegt líf manna en varpar ljósi á at-
burði er þrengja að. Á þrengingatímum hafa ótalmargir sótt huggun
og þrótt í Opinberunarbókina því að hún ítrekar að þrátt fyrir allt
er Guð sá sem öllu stjórnar. Upphafið á 21. kafla bókarinnar er
skírnir
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 149