Skírnir - 01.04.2016, Page 150
meðal þeirra texta bókarinnar sem tíðast er vitnað til (Biblían 2007;
Kümmel 1975).10
21. kafli 1–9
1 Eg sá nýan himin og nýa jørd, því sá fyrri himin og sú fyrri jørd var
horfin, og sjórinn var ekki framar til. (1584/1644/1728 lítil bein
þýðingartengsl; 1866 = Við.; 1908/1981 … því að hinn fyrri … og
hin fyrri … voru …, hafið er ekki framar til).
2 Eg sá borgina helgu, þá nýu Jerúsalem, stíga nidur af himni frá
Gudi, búna sem brúdi, er skartar fyrir manni sínum. (1584/1644/
1728 nokkur þýðingartengsl í fyrri hluta; 1866 = Við.; 1908 og
áfram, næstum = Við., … nýja Jerúsalem …).
3 Eg heyrdi mikla rødd af himni segjandi: þetta er tjaldbúd Guðs
medal mannanna, hjá þeim mun hann bústad hafa, og þeir skulu
vera hans fólk, og Gud sjálfur mun vera hjá þeim, og vera þeirra
Gud. (1584/1644/1728 nokkur þýðingartengsl einkum í fyrri hluta;
1866 = Við.; 1908 og áfram, engin bein þýðingartengsl).
4Hann mun þerra hvørt tár af þeirra augum, og daudinn mun ekki
framar til vera; hvørki harmur, né vein, né mæda mun framar til
vera, því þad fyrra er farid. (1584/1644/1728 engin bein þýðingar-
tengsl; 1866 = Við.; 1908 og áfram, talsverð þýðingartengsl, … af
augum þeirra …).
5 Sá, sem í hásætinu sat, sagdi: sjá! eg gjøri allt nýtt; hann sagdi vid
mig: skrifadú, ad þessi ord eru trúanleg og sønn. (1584/1644/1728
aðeins óbein þýðingartengsl; 1866 = Við.; 1908 fyrri hlutinn eins,
síðari hlutinn frábrugðinn; 1981/2007 ég gjöri/eg geri alla hluti nýja
= 1584/1644).
6 Enn framar sagdi hann vid mig: það er skéd; eg em A og O, upp-
haf og endir. Þeim þyrsta skal eg ókeypis géfa ad drekka af upp-
sprettu lífsins vatns. (1584/1644 lítil bein þýðingartengsl; 1728 meiri
þýðingartengsl við Við.; 1866 = Við.; 1908 og áfram, fara aðra leið).
7 Sá, sem sigrar, skal ødlast þetta, og eg skal vera hans Gud, og hann
skal vera minn sonur. (1584/1644 … hans Gud vera … minn Sonur
vera; 1728 fer aðra leið: 1866 = Við.; 1908 og áfram, fara aðra leið).
150 guðrún, gunnlaugur, sigurður skírnir
10 Sigurbjörn Einarsson (1957) hefur skrifað skýringarrit við Opinberunarbókina.
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 150