Skírnir - 01.04.2016, Side 151
151viðeyjarbiblía (1841)
8 En þeir ístødulausu og ótrúu, syndarar og glæpamenn, mann-
dráparar og frillulífis-menn, galdra-menn og skurgoda-dýrkarar og
allir lygarar, þeirra hlutfall skal vera í því díki, sem logar af eldi og
brennisteini; þad er sá annar daudi. (1584/1644/1728 nota að mestu
önnur orð í fyrri hluta; … hlutdeild …, meiri þýðingartengsl í síðari
hluta; 1866 = Við.; 1908 og áfram, fara aðrar leiðir).
9 Þá kom einn af þeim sjø Englum, sem héldu á þeim sjø skálum, er
fullar voru af þeim sjø sídustu plágum, og taladi vid mig segjandi:
kom híngad, eg skal sýna þér brúdina, sem nú er gipt lambinu.
(1584/1644/1728 ekki bein þýðingartengsl; 1866 = Við.; 1908 og
áfram, ekki bein þýðingartengsl).
Niðurstöður
Í þessum versum eru sáralítil þýðingartengsl við fyrri þýðingar en
áhrif á síðari þýðingar heldur meiri. Í 2. versi, fyrri hluta, eru
nokkur tengsl við fyrri þýðingar en jafnframt ljóst að Viðeyjarbiblía
hefur haft áhrif á síðari þýðingar. Sömuleiðis má greina nokkur
áhrif frá Viðeyjarbiblíu á síðari þýðingar í 4. og 5. versi. Að öðru
leyti hefur Viðeyjarbiblía sérstöðu. Í 7. versi má telja breytta orða -
röð í Viðeyjarbiblíu, skal vera hans Guð og skal vera minn sonur þar
sem fyrri þýðingar höfðu hans Guð vera og hans sonur vera, til mál-
hreinsunar.
Niðurstöður um Nýja testamentið
Geir Vídalín þýddi samstofna guðspjöllin en Sveinbjörn Egilsson
fór yfir þýðinguna og bjó til prentunar. Þar vekur athygli að breyt-
ingar Sveinbjarnar eru ekki mjög umfangsmiklar og einkum í átt að
biblíumálshefðinni. Segja má að samkvæmt þeim dæmum sem tekin
eru úr þýðingum guðspjallanna hafi Viðeyjarbiblía nokkra sérstöðu
meðal þýðinganna, en um leið er þýðingin undir áhrifum fyrri
þýðinga og hefur nokkur áhrif á síðari þýðingar. Þá koma og fyrir
nokkur dæmi sem kenna má við málhreinsun.
Filippíbréfið er þýtt af Jóni Jónssyni og Opinberunarbókin af
Sveinbirni Egilssyni sem var tvímælalaust mestur grískumaður allra
þeirra sem komu að þýðingu Nýja testamentisins. Þýðing Filippí-
skírnir
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 151