Skírnir - 01.04.2016, Page 159
159bakhtín à la kress:
hingað til lands og kollvarpar hefðbundinni sýn á sagnaarfinn með
hugmyndir Bakhtíns að vopni hefur nútímabókmenntafræði aftur á
móti ekki enn fest rætur. Enda vekur það athygli að þótt fyrir lestur
Helgu birtist „lítið breyttur“ (Helga Kress 1996: 8) á prenti gerist það
ekki fyrr en 1987 eða sjö árum eftir að hann var fluttur. Hvers vegna
beið djarfur og mikilvirkur fræðimaður svo lengi með að birta jafn
róttækt erindi? Hver svo sem ástæðan kann að vera er þetta nokkuð
í takt við þróun nútímabókmenntafræði hérlendis. Fyrirlestur Helgu
á rannsóknaræfingunni 1980 og framsæknustu færslurnar í Hug-
tökum og heitum í bókmenntafræði (1983) eru fræ sem sáð er í jörð
á fyrri hluta níunda áratugarins en blómstra ekki fyrr en á síðari hluta
hans. Í þessu tilliti hlýtur manni raunar að verða starsýnt á árið 1987.
Á öðrum vettvangi (Gunnar Þorri Pétursson 2015: 183, 188) hef ég
tæpt á mikilvægi ritdeilu Halldórs Guðmundssonar og Ástráðs Ey-
steinssonar sem hefst með útkomu „Loksins, loksins“: Um Vefarann
mikla og upphaf íslenskra nútímabókmennta eftir þann fyrrnefnda
árið 1987. Í kjölfarið fylgdu fjörug skoðanaskipti bókmennta fræð -
inga, heimspekinga og rithöfunda — í nýlegri grein veltir Gauti Krist-
mannsson (2010: 112) því fyrir sér hvort þar hafi átt sér stað „síðustu
merku umræður um tilgang skáldsögunnar á Íslandi“. Vettvangur-
inn fyrir fræðilega um ræðu um bókmenntir var sterkur um þessar
mundir — rótgróin tímarit (Tímarit Máls og menningar, Skírnir,
Andvari, Mímir) og nýgræðingar (Teningur, Torf hildur), dagblöð
sem héldu út metn aðarfullri bókmenntaumfjöllun, Félag áhuga-
manna um bókmenntir og þannig mætti áfram telja. Í þessu frjóa
andrúmslofti springur Helga út á prenti: Árið 1987 skrifar hún í senn
ítarlega um kenningar Juliu Kristevu í Morgun blaðið og birtir grein
upp úr erindinu á rannsóknaræfingu í Skírni.
Greinin nefnist „Bróklindi Falgeirs: Fóstbræðra saga og hlátur-
menning miðalda“5 og hefst með umfjöllun um hefðbundna sýn á
skírnir
dæmi sé tekið hafa bókmenntarannsóknir, samkvæmt Helgu „þróast frá því að at-
huga stöðu kvenna í samfélaginu til þess að athuga stöðu þeirra í tungumálinu. Er
þar gengið út frá þeirri kenningu að það sé í tungumálinu sem vitund okkar mót-
ast og hugmyndirnar um okkur sjálf í tungumálinu“ (Þröstur Helgason 2001: 7).
5 Greinin birtist upprunalega í Skírni árið 1987 og síðar í greinasafninu Fyrir dyrum
fóstru. Vísað er til síðarnefndrar útgáfu.
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 159