Skírnir - 01.04.2016, Page 162
ast mjög að hetjumyndinni.“ Síðar í viðtalinu vakti hann máls á því
hvernig bókmenntatexti á borð við Íslendingasögur fæðir af sér ótal
aðra texta sem smám saman breyta frumtextanum og tók dæmi af
„Njálsbrennu: Karnival í Landeyjum“ frá 1994. „Bara þessi fræði-
grein Helgu breytir því hvernig aðrir geta leyft sér að hugsa um
viðkomandi texta,“ ályktaði Jón Karl í Spjallinu.
Fróðlegt væri að spinna þennan þráð áfram, t.d. með hliðsjón af
grein Halldórs Laxness frá fyrri hluta sjöunda áratugarins, „Per-
sónulegar minnisgreinar um skáldsögur og leikrit.“ Þar er afstaða
sögumanns í Íslendingasögum jafnt sem nútímaskáldsögum sann-
arlega til umfjöllunar. Eins og fram kom í spjalli Gísla og Jóns Karls
var írónískt hlutskipti hetjunnar í Fóstbræðra sögu þegar dregið
fram í Gerplu og heimur Íslendingasagna afbyggður við önnur tæki-
færi, sbr. umdeilda útgáfu Helgafells á Njálu frá 1945. Sú afstaða, að
Þorgeir Hávarsson og Þormóður Kolbrúnarskáld séu ekki ímynd
hetjuskaparins heldur skopstæling slíkrar karlmennsku, er m.ö.o.
ekki ný af nálinni heldur hugsanlega hitt, að írónían sé innbyggð í
frásagnarmátann sjálfan, fólgin í sjónarhorni og afstöðu sögumanns.
Á sjöunda áratugnum gafst Halldór upp á skáldsögunni sem list-
formi sökum fyrirferðar þessa ósýnilega sögumanns, Plús Ex eins og
hann kaus að tákna fyrirbærið í „Persónulegum minnisgreinum“.
Líkt og Sigurður Nordal eða Einar Ólafur Sveinsson áleit Halldór
lengi vel að höfundarætlun miðlað í gegnum slíkan millilið væri
handvömm. Innbyggður sögumaður, Plús Ex eða hvað svosem kalla
mætti þá boðflennu „með aungvu nafni og óglöggu vegabréfi sem
ævinlega er viðstödd líkt og gluggagægir hvar sem gripið er ofan í
skáldsögu“ (Halldór Laxness 1965: 73) virðist raunar meginástæða
þess, að hann gaf ekki út skáldsögu í sjö ár. Helga leiðir aftur á móti
í ljós, að innbyggður sögumaður og fyrirferð hans þarf hvorki að
vera til marks um takmarkanir formsins né viðvaningshátt af hálfu
höfundar. Þvert á móti: Þetta getur allt eins verið frásagnarlist par
excellence og ekki síður merkileg en hlutlægni í stíl. Sjónarhorn
sögumanns í Fóstbræðra sögu skapar paródíu, íróníska vídd sem
grefur ekki aðeins undan því sem sögurnar virðast fjalla um —
hetjuskap — heldur umbyltir gervöllu stigveldinu sem talið var að
sagnaarfurinn hvíldi á. Þessa uppgötvun átti Halldór eftir að gera í
162 gunnar þorri pétursson skírnir
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 162