Skírnir - 01.04.2016, Page 164
menningu sem og dyggð allra dyggða síðan land byggðist: orðstír.
Með því að sýna fram á skáldskaparlega virkni ranghverfunnar,
þ.e.a.s. slúðurs og sögusagna í miðaldabókmenntum Íslendinga
tekst Helgu að framkalla svipaða umpólun og rannsókn á afstöðu
sögumanns og karnivalískum eiginleikum Fóstbræðra sögu leiddi í
ljós. Niðurlag greinarinnar er svohljóðandi:
Karlhetjur Íslendingasagna taka ekki þátt í slúðri, þeir eru viðföng þess og
um leið það stjórnandi afl sem leitast við að ná tökum á því og fanga í reglur
og kerfi. Í þessu felst einnig togstreita frásagnarinnar og margræðni. Ís-
lendingasögur eru að mjög miklu leyti paródískar, þær eru tal um tal, sögu-
sagnir. Frásögnin er því alls ekki eins hlutlæg og rannsóknasagan hefur
viljað vera láta. Hetjuhugsjón sagnanna og sæmdarhugtaki er í sífellu ógnað
af hlátri gróteskunnar, ögrun hins kvenlega og flæði slúðursins. Allt bein-
ist þetta að niðurrifi karlmennskunnar sem reynir að reisa sig við á ný með
því að koma í veg fyrir að „staðlausir stafir“ svo hættulegrar orðræðu finni
sér fastan stað í tungumáli og staðfesti með því merkingu sína. Frásögn Ís-
lendingasagna verður til í togstreitunni milli hins karllega og kvenlega, fest-
unnar og flæðisins, leyfilegrar og óleyfilegrar orðræðu, og hefst við á
mörk um þessara sviða. (Helga Kress 1996: 133–134)
II
Sumarið 1990 er sovéskur miðaldafræðingur, Olga Aleksandrovna
Smírnítskaja (alias Olga Alexandersdóttir) stödd hér á landi til að
halda fyrirlestur um óskylt efni og blaðamaður Morgunblaðsins
spyr m.a.:
— Kenningar sovéska fræðimannsins Michael Bachtin, ekki minnst kenn-
ingar hans um innri uppreisnaröfl í bókmenntunum, hláturinn og hið grót -
eska, hafa orðið vinsæl hér vestra. Hvaða stöðu hefur Bachtin í Sovét -
ríkjunum?
„Hann er vinsæll. En meira notaður af málvísindamönnum og sovéskum
bókmenntamönnum en þeim sem stunda germönsk fræði. Kaminskij
skrifaði einmitt um þessar kenningar í sambandi við hugtakið „níð“ í ís-
lendingasögunum og gagnrýndi Bachtin fyrir að tileinka miðaldamönnum
hugsunarhátt sem þeim var ókunnur eða m.ö.o. leggja of nútímaleg viðhorf
til grundvallar lestri á fornum textum.“ („Lærði íslenzku án leiðsagnar“
1990: 17)
164 gunnar þorri pétursson skírnir
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 164