Skírnir - 01.04.2016, Page 165
165bakhtín à la kress:
Spurningin er lýsandi fyrir vaxandi áhuga á Bakhtín hér á landi en
í svari Olgu opnast að sama skapi forvitnileg vídd. Hvernig horfði
karnival-gróteskan við sovéskum fræðimönnum sem rannsökuðu
norrænar miðaldabókmenntir? Kom Bakhtín einnig þar við sögu
og hefur nálgun sovéskra fræðimanna einhvern snertiflöt við ís-
lenska sjónarhornið, t.d. hugmyndir Helga Kress? Olga vitnar í
kennara sinn og prófessor við Ríkisháskóla Sankti Pétursborgar,
Míkhaíl Steblín-Kamenskí (1903–1981), höfund verka á borð við
Mír sagí (1971) sem þýtt var á fjölda tungumála og kom m.a. út í ís-
lenskri þýðingu (Heimur Íslendingasagna, 1981). Steblín-Kamenskí
var ekki aðeins mikilsvirtur málvísindamaður heldur af mörgum
talinn faðir norrænna fræða í Rússlandi; árið 1971 sæmdi Háskóli Ís-
lands hann heiðursdoktorsnafnbót. Í grein frá 2000 gerir Jón Viðar
Sigurðsson því skóna að miðaldarannsóknir hérlendis hafi fyrst
fengið veður af „hvörfunum miklu“ sem urðu í sagnfræði um 1970
— þegar horfið var frá heildarsögu fyrir áhrif frá félagsvísindunum
(sbr. annales skólann franska) en aukin áhersla lögð á menningar-
sögu, huglæga upplifun og söguskilning sem kom „að innan“ — í
gegnum skrif Steblíns-Kamenskís og landa hans, Gúrevítsj (1924–
2006). „Báðir tveir voru undir áhrifum frá hugmyndum Mikhails
Bakhtins“ skrifar Jón Viðar (2000: 37–38) enn fremur.
Steblín-Kamenskí endurmat afstöðu sína til Bakhtíns, eins og
nýlega útgefin bréf hans til Gúrevítsjs á árunum 1963–1978 leiða í
ljós. Árið 1970 leitar sá síðarnefndi, yngri og óreyndari, álits á grein
sem hann hefur í vinnslu um tímaskynjun eins og hún birtist í nor-
rænum miðaldabókmenntum. Gúrevítsj er undir augljósum áhrif -
um frá Bakhtín; engu að síður finnur Steblín-Kamenskí það helst
að greininni að ekki sé nægjanlegt mið tekið „af hinni stórbrotnu
bók Bakhtíns um Rabelais“.8 Sjö árum síðar er komið annað hljóð
í strokkinn enda vinnur Steblín-Kamenskí að greininni sem Olga
vísar væntanlega til í viðtalinu í Morgunblaðinu, „Apologíja
smekha“ eða „On the History of Laughter“ eins og hún nefnist í
skírnir
8 Sjá Steblín-Kamenskí 2009: 195, „Aronu Jakovlevítsju Gúrevítsju. 1960–70-e
gody“ í bókinni Íz zapísnykh knízhek (1958–1981). Dnevníkí. Písma. Proza.
Stíkhí. Um er að ræða ýmis skrif fræðimannsins, þ.á.m. bréfaskipti við Gúrevítsj.
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 165