Skírnir - 01.04.2016, Qupperneq 167
167bakhtín à la kress:
of Belief and Perception, 1988), árið sem félagi hans, Steblín-
Kamenskí, lést.
„Gurevich is spare, concise, and cautious where Bakhtin is ex-
uberant, discursive and speculative,“ skrifar Nancy Bradbury.
„Gurevich combines with his more extensive knowledge of medieval
literature a familiarity with the annaliste research into popular cult-
ure that was largely unavailable to Bakhtin“ (Bradbury 1995: 63).
Þetta stefnumót ólíkra fræðimanna skilaði sér m.ö.o. í afar frjóu fram-
haldi á karnival-gróteskri túlkun. Hlátur, svo við höldum okkur við
þráðinn frá Steblín-Kamenskí, er í senn kómískur og tragískur, að
mati Gúrevítsj. Hann hafnar því útbreidda viðhorfi innan fræðanna
að hlátur sem beinist að guðunum sé glaðvær, ella hljóti hann að vera
til marks um hnignun hefðar. „On the contrary, debasing the image
of the gods should be interpreted not as a sign of the ,twilight‘ of pag-
anism, but as a mark of its strength“ (Gúrev ítsj 1982: 161). Sýn
Steblíns-Kamenskís var upphafin og nostalgísk: Skemmst er að minn-
ast Heims Íslendingasagna og gestsins fram liðna sem ræðir nætur-
langt við fræðimanninn á Hótel Sögu í óvenjulegum lokakafla ritsins.
Líkt og draugurinn frá söguöld gefur Steblín-Kamenskí lítið fyrir frá-
sagnarmenningu nútímans, sér í lagi er báðum uppsigað við glæpa-
söguna; svipaður ídealismi og for tíðarþrá endurspeglast í hugtakinu
um ómeðvitaða höfundarvitund og bókmenntahefð þar sem hlátur á
kostnað annarra er varla til. Gúrevítsj byggir aftur á móti á Bakhtín
en leggst í myrka endurskoðun á paródíu og grótesku:
All this parodying of what is holiest, from myth to king and clergy, is a
demonstration of the “wrong side,” a rearrangement of roles for the pur-
pose of temporarily concealing their authentic nature. It was a play on the
holy, but play in archaic and ancient cultures was a highly serious matter
and directly linked to the world view. O. M. Freudenberg once made a
study of parody of the sacred and the lofty. “Parody,” she wrote, “in-
tensifies the nature of the gods and it does not laugh at them but only at us,
and so successfully that we continue to mistake it for comedy imitation, or
satire … Parody is an archaic religious concept of the ‘second aspect’ and
the ‘double,’ with complete unity of form and content.” For the sublime in
religion can be strengthened, with the aid of a beneficial element of deceit
and laughter and the pinnacle of religious consciousness, “the moment of
skírnir
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 167