Skírnir - 01.04.2016, Page 168
creative living faith, which is still hopeful and undismayed, ‘is reached in this
laughter.’” (Gúrevítsj 1982: 163–164)
Eins og sjá má er tvíeggjaður hlátur sannarlega til staðar en um leið
birtist hann ekki sem jákvætt uppreisnarafl í grein Gúrevítsj heldur
staðfesting reglunnar, paródía grefur ekki undan heldur styrkir
kristni á miðöldum. En hvernig var því farið þegar kristnir menn
skrifuðu um norræna heiðni, hvað segir sjónarmið Gúrevítsj og
Freudenbergs okkur um frásagnarhátt Íslendingasagna? Gúrevítsj
fjallar um bundið mál fremur en óbundið en óneitanlega er for-
vitnilegt hve paródía og karnival-gróteska er ólík í meðförum Sovét-
mannanna en t.d. hjá Helgu Kress.
III
„Of all Bakhtin’s ideas,“ skrifar Caryl Emerson (1997: 162), „,the
problem of carnival‘ has proved the broadest, most appealing, most
accessible, and most readily translated into cultures and times dist-
ant from its original inspiration.“ Bakhtín neyddist til að skrifa fyrir
skúffuna í þrjátíu ára valdatíð Jósefs Stalín. Hann var fæddur 1895
en var lítt þekktur fram til 65 ára aldurs enda lá aðeins eftir hann
ein útgefin bók, Problemy tvortsjestva Dostojevskogo (Vandinn í
skáldskap Dostojevskís, 1929). Níkíta Khrúshsjov tók við sem aðal-
ritari kommúnistaflokksins undir lok sjötta áratugarins og í hönd fór
tími tilslakana, hlákan svokallaða. Undan henni kom meðal annars
Dostojevskíbókin (endurskoðuð og endurútgefin 1963) svo og
doktorsritgerð um Rabelais sem einnig var búin til útgáfu og nefnd-
ist Tvortsjestvo Fransua Rable í narodnaja kúltúra srednevekovja í
renessansa (Verk François Rabelais og alþýðumenning miðalda og
endurreisnar, 1965). Díalektísk efnishyggja og „marxísk“ hug-
myndafræði hafði verið óhagganlegt dogma síðan í árdaga Sovét-
ríkjanna; hugmyndir á borð við margröddun sem Bakhtín útfærir í
Dostojevskíbókinni eða karnival-gróteskan sem leikur aðalhlutverk
í rannsóknum hans á Rabelais buðu aftur á móti upp á annars konar
nálgun, nýja möguleika. Útgáfa þessara rita var raunar viðburður í
sovésku menningarlífi síns tíma og ekki leið á löngu þar til hróður
168 gunnar þorri pétursson skírnir
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 168