Skírnir - 01.04.2016, Síða 169
169bakhtín à la kress:
hins dularfulla fræðimanns barst til Vesturlanda. „Carnival and its
corollary values moved with astonishing speed to inspire Paris 1968,
British postcolonial theory, Latin American literature, continental
and American feminist thought,“ svo aftur sé vitnað í Emerson
(1997: 162).
Þessi bylgja barst til landsins með Helgu Kress en nokkuð
virðist skorta á samræðu milli ólíkra menningarheima. Steblín-
Kamenskí kemur ekki auga á það sem Helga sér, þ.e. að írónísk
smuga sé fólgin í afstöðu sögumanns, a.m.k. í Fóstbræðra sögu; enn
síður að í gegnum þessa smugu glitti í heim sem ekki síður reynist
uppspretta sagnanna og grafi raunar sífellt undan hinu sjáanlega
yfirborði, hetjuhugsjóninni sem virðist yfirlýst markmið þessara
bókmennta. Hvorki Helgu né þorra þeirra íslensku fræðimanna
sem áttu eftir að fjalla um grótesku og karnival á níunda og tíunda
áratugnum tekst aftur á móti að tileinka sér gagnrýnið mat á þessum
hugtökum, þá endurskoðun sem fram fór bæði í Sovétríkjunum og
á Vesturlöndum á áttunda áratugnum. Eða öllu heldur: Helga endur -
skoðar þátt kynferðis í karnivalinu og beitir hvoru tveggja með afar
frjóum hætti til að skoða bókmenntagrein, Íslendingasögur, sem
Bakhtín yfirsást. Líkt og hérlendir fræðimenn á níunda og tíunda
áratugnum hættir henni aftur á móti til að fjalla um gróteskuna og
karnivalið með full einhliða hætti. Grípum sem snöggvast niður í
„Bróklinda Falgeirs“ þar sem Helga kynnir karnival-gróteskuna til
leiks í fyrsta sinn og heimfærir upp á Íslendingasögur:
Sá sem einna mest og best hefur fjallað um fyrirbrigðið hið gróteska í bók-
menntum er rússneski bókmenntafræðingurinn Mikhail Bakhtin. Í riti sínu
um franska rithöfundinn Rabelais, sem komið hefur út á ensku undir nafn-
inu Rabelais and His World, ræðir hann um tvenns konar menningu endur -
reisnartímans, sem ég tel að megi að breyttu breytanda heimfæra upp á
tímabil íslenskrar sagnaritunar. Annars vegar er um að ræða hina klassísku
menningu og hins vegar þá menningu sem hann kallar karnivalska, en það
er sú menning sem tengist kjötkveðjuhátíðum og einkennist af hlátri og
gleði. Klassíska menningin er lokuð og tilheyrir yfirstétt og höfðingjum, en
sú karnivalska — eða hláturmenningin — nær til allra og á sér rætur í
alþýðlegum leikjum og samkomum miðalda. Þessi karnivalska skemmtun
sem Bakhtin talar um, gæti að mínu mati átt sér hliðstæðu í íslensku
skírnir
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 169