Skírnir - 01.04.2016, Side 171
171bakhtín à la kress:
Helga reynir að fara út fyrir þægindarammann í grein frá 1989
um „Grasaferð“ Jónasar Hallgrímssonar. Í stað þess að ganga út frá
Rabelaisbókinni leitar hún fanga í ritgerðum Bakhtíns, „Úr forsögu
orðlistarinnar í skáldsögum“ (Íz predystorí romannogo slova) og
„Söguljóði og skáldsögu“ (Epos í roman). Í greininni er rómantísk
írónía borin saman við hugmyndir sovéska fræðimannsins um upp-
sprettu skáldsögunnar í paródíunni og samræðunni. Viðleitni Helgu
er m.a. merkileg fyrir þær sakir að vakið er máls á opnu eðli skáld-
sögunnar. „Skáldsagan gerist í þátíð án enda“ (Helga Kress 1989:
346) hefur hún eftir Bakhtín en fjallar jafnframt um umskiptin frá
epík eða söguljóði til skáldsögu og afleiðinguna sem þetta hafði á
ólíkan vitundarskilning sögupersóna:
Andstætt hetjum epíkurinnar er hetja skáldsögunnar ekki hetjuleg, heldur
hversdagsleg. Henni er heldur ekki lýst sem fullorðinni eða óbreytanlegri,
heldur í þróun. Það er einkenni á þessari hetju að hún ræður ekki við
kringum stæður sínar, og umhverfis hana spretta oft ærsl og karnivölsk
tengsl. (Helga Kress 1989: 346)
Undir lok tilvitnunar er Helga komin á kunnuglegar slóðir. Eigi að
síður hefur hún stigið fáein skref frá Rabelaisbókinni. Halldór
Guðmundsson tekur upp þráðinn þar sem Helga skildi við hann á
ráðstefnu sem haldin er sama ár og grein hennar birtist. Það er til
marks um slagkraftinn í umræðunni hve skjót viðbrögðin eru — grein
sem Halldór skrifar upp úr erindi sínu nefnist „Skáldsöguvitund í Ís-
lendingasögum“ (1990) og birtist í fyrsta tölublaði Skáldskaparmála,
ári síðar tekur Helga næsta skref er hún birtir ekki síður umfangs-
mikla grein í Skírni sem áður var vitnað til, um slúður í fornsögunum.
Grein Halldórs er augljóslega viðbragð við skrifum Helgu og
grótesk-karnivalísku túlkunarhefðinni. Ætlunin er „að varpa fram
skírnir
kenningar Bakthins falla vel að lýsingum Íslendingasagna: „Alþingi á Þing-
völlum er miðstöð karnivalskra lýsinga í Íslendingasögum, og gegnir staður-
inn um leið hlutverki markaðstorgs. Þar safnast, bókstaflega, þjóðin á einn
punkt einu sinni á ári um hásumarið, og gengur mikið á. Yfirvöldin, karl-
hetjurnar, ráða ekki neitt við neitt, lagasetningar og málaferli leysast upp í
kvennafar og kvennakaup, mútur og fégræðgi, munnsöfnuð og níð og bar-
daga með tilheyrandi limlestingum“ („Karnival á Þingvöllum“ 2006: 31).
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 171