Skírnir - 01.04.2016, Page 172
hugleiðingum í spurnarformi um hver sé staða Íslendingasagna í
ljósi skáldsagnafræða“ (Halldór Guðmundsson 1990: 62) og stuðst
við Bakhtín. „Ég ætla ekki að fara að endursegja hér kenningar hans
um karnivalisma,“ þykir Halldóri (1990: 64) þó rétt að taka fram,
„það hefur verið gert nógsamlega.“ Öðrum þræði er ljóst að ætl-
unin er að mynda fjarlægð við sviðið sem Helga opnaði og er um
þessar mundir að ryðja sér til rúms í fræðilegri umræðu á Íslandi —
í eina skiptið sem hláturmenningu miðalda ber á góma flýtir grein-
arhöfundur sér að bæta við: „En við skulum ekki fara lengra út í
það“ (Halldór Guðmundsson 1990: 66). Samt sem áður er „Brók -
lindi Falgeirs“ leynt og ljóst fyrirmyndin að „Skáldsöguvitund í Ís-
lendingasögum“. Hugmyndum Bakhtíns er beitt til að yfirstíga
ríkjandi nálgun íslenska skólans (Nordal og kó fá sinn skerf af gagn-
rýni líkt og hjá Helgu), í stað Fóstbræðra sögu er Hávarðs saga Ís-
firðings í brennidepli en niðurstaðan nánast sú sama.11 Þá gerir
Halldór gróteska gamansemi að umtalsefni en tónar mikilvægi
hennar ögn niður.12 Helsta heimild Helgu var Rabelaisbókin en
Halldór styðst sem fyrr segir við „Söguljóð og skáldsögu“, erindi
sem sovéski hugsuðurinn hélt upphaflega í Moskvu um líkt leyti og
hann varði doktorsritgerð sína. Halldór nálgast efnið af nokkru lát-
leysi og hógværð, samanber upphafsorð greinarinnar: „Seint hélt ég
að ég ætti eftir að taka til máls þar sem Íslendingasögur eru til
umræðu.“ Í þessu viðhorfi er einn helsti styrkur greinarinnar fólg-
inn; höfundur fetar slóðina sem Helga ruddi en setur fram hug-
leiðingar í spurnarformi — aðferð sem býður upp á afslappaðri og
um leið opnari túlkun en yfirlýst markmið Helgu, þ.e. að leiðrétta
íslenska bókmenntasögu frá grunni og hananú. Þetta gerir Halldóri
kleift að rata inn á frjóar lendur miðja vegu á milli heimspekilegrar
og fagurfræðilegrar umræðu um skáldskap, eins og fróðlegt væri að
172 gunnar þorri pétursson skírnir
11 Sjá t.d. „Ekki verður betur séð en höfundur sé afar áhugalítill um hetjuhugsjón-
ina“ og „Hinar raunverulegu hetjur sögunnar, og þær sem fara með sigur af
hólmi, eru konur, börn og gamalmenni“ (Halldór Guðmundsson 1990: 68).
12 Sjá t.d.: „Með þessu er ekki sagt að húmorinn einn feli í sér uppgjör við hetju-
bókmenntir, heldur að sagan geymi, rétt einsog Fóstbræðrasaga, ótal atvik sem
mynda skopstælingu hefðbundinna hetjufrásagna“ (Halldór Guðmundsson
1990: 70).
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 172