Skírnir - 01.04.2016, Page 174
nokkurn veginn sama endursögn fyrir nánast í hvert einasta skipti
sem íslenskur fræðimaður stingur niður penna um grótesku eða
karnival. Að þessu sögðu væri synd að afskrifa allan uppsláttinn frá
gróteskuárinu mikla. Svanhildur styðst við fleiri en Bakhtín í skil-
greiningum sínum á grótesku, í grein hennar um Ynglingatal er t.d.
að finna sjaldséða tilraun til samanburðar á hugmyndum hans og
Gúrevítsjs. Grein Hallfríðar um „Gröndal og gróteskuna“ er at-
hyglisverð, síðar var sá þráður spunninn áfram í Íslenskri bók-
menntasögu og forvitnilegt væri að fara með hann alla leið til
nútímans. Frá og með Tvítólaveizlunni (2008) tvinnar Ófeigur Sig-
urðsson t.d. víða saman áhrifum frá bæði Gröndal og Rabelais í
grótesk-karnivalískum lýsingum sínum.
Víkjum nokkrum orðum að grein Helgu, „Njálsbrenna: Karni-
val í Landeyjum“. Taka má undir orð Jóns Karls, þ.e. að um róttæka
afhelgun á einhverjum frægasta atburði íslenskra bókmennta sé að
ræða og greining Helgu breyti því hvernig við getum leyft okkur að
tala um jafn mikið alvörumál og Njálsbrennu. Eigi að síður ber
greining hennar vott um ákveðna einföldun sem gjarnan fylgir
snöggsoðnari staðfærslum á karnivalinu og hinu gróteska. Rifjum
sem snöggvast upp lokaorð greinarinnar um slúður í fornsögunum:
„Frásögn Íslendingasagna verður til í togstreitunni milli hins karl-
lega og kvenlega, festunnar og flæðisins, leyfilegrar og óleyfilegrar
orðræðu, og hefst við á mörkum þessara sviða.“ Í „Njálsbrennu:
Karnival í Landeyjum“ er eins og meðvitundin um þessa togstreitu
hafi glatast. Þurfti e.t.v. ákveðna einröddun til að keyra málstaðinn
í gegn, afhelga helgustu senu íslenskra bókmennta? Helga heldur
því vandlega til haga að brennan að Bergþórshvoli sé ógnþrungin en
dregur karnivalískar víddir fram á kostnað harmleiksins. Dæmi um
þetta er umfjöllun Helgu um lýsingar á líki Njáls, Bergþóru, sveins-
ins Þórðar og Skarphéðins: „Í þessari frásögn hefur gróteskan
hverfst í paródíu, og eru lík og líkamsleifar flutt til kirkju sem helgir
dómar“ (Helga Kress 1994: 163).
Í hverju er paródían fólgin þegar í ljós kemur að lík Njáls og
Bergþóru eru óbrunnin en á líkama Skarphéðins brenndir tveir
krossar? Eru heilir líkamar hjónanna ekki einmitt til merkis um
heilindi þeirra sem einstaklinga en krossarnir á líki Skarphéðins
174 gunnar þorri pétursson skírnir
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 174