Skírnir - 01.04.2016, Page 181
181bakhtín à la kress:
lærðir og leikir hættu að veita þeim sérstaka eftirtekt.18 Líku gildir
raunar um ýmsar af meginhugmyndum nútímabókmenntafræði:
Án þess að nafn Derrida sé nefnt fer t.d. fram gagnger afbygging í
uppsetningu Borgarleikhússins og Íslenska dansflokksins á Njálu
um þessar mundir … Án þess að nafn Derrida sé nefnt fer t.d. fram
gagnger afbygging í uppsetningu Borgarleikhússins og Íslenska
dansflokksins á Njálu um þessar mundir og óþarft að geta Bakhtíns
þar sem hugmyndir hans hafa runnið saman við úrvinnslu Helgu á
Njáls sögu. „Karneval er það sem okkur er boðið upp á á stóra
sviðinu“ skrifar María Kristjánsdóttir í leikdómi um sýninguna:
Aðferðin sem leikhópurinn beitir á hina helgu Njálu, gróteskt hvunndags-
skopið, er arfur frá þeim sömu miðöldum og sagan spratt úr. Alþýðu -
skemmtan karnevalsins þar sem skopast er að hinu hátíðlega og allt er ýkt
fram úr hófi, typpin risastór, fitubelgir vambmiklir, munnar gapandi,
veisluborð svignandi. (María Kristjánsdóttir 2016)
Dómur Maríu ber yfirskriftina „Afrek!“ og meðal þess sem hún
dáist að er útfærsla leikhópsins á hugmyndum Helgu Kress. Ef
marka má aðstandendur sýningarinnar var samband haft við
fræðimanninn á æfingatímabilinu. Í leikskrá er Helga raunar efst á
þakkarlista, höfundur leikgerðar (Mikael Torfason; Þorleifur Örn
skírnir
18 Í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu árið 2013 kvartar Gylfi Ægisson
undan því að börn sleiki typpasleikjó á meðan þau fylgist með gleðigöngu Hins -
egin daga, einni af stærstu hátíðum Reykvíkinga í seinni tíð — leidd af fyrrum
jaðarhópum í samfélaginu, hommum og lesbíum, auk borgarstjóra í dragi. Jón
Gnarr er ekki aðeins karlmaður klæddur í kvenmannsföt á hátíð samkynhneigðra
og annars hinsegin fólks, í fjögur ár starfaði hann sem stjórnmálamaður án þess
að vera stjórnmálamaður, grínisti — fífl — sem krýndur var í æðsta embætti
borgarinnar; fyrrum vandræðaunglingur sem uppeldisstofnanir samfélagsins
voru ekki á einu máli um hvort heldur væri þroskaheftur eða heilaskaðaður
(Gaukur Úlfarsson 2010). Hvað er karnivalískara eða gróteskara en barn að
sleikja sælgætisreður á meðan það fylgist með skrúðgöngu sem leidd er af kóngi–
fífli í dragi? Engu að síður gerir Tyrfingur Tyrfingsson hvorki Bakhtín, karnival
né grótesku að umtalsefni í ágætri lokaritgerð frá 2011, „Jón Gnarr og listaverkið
hans, Besti flokkurinn.“ Annað borðliggjandi dæmi um karnival-grótesku sem
ekki hefur verið rannsökuð er í tengslum við mótmælin á Austurvelli 2008–2009;
þá hafa hér verið tínd til tvö dæmi af bókmenntavettvanginum (Halldór Laxness
og Ófeigur Sigurðsson) en þau eru aðeins toppurinn á ísjakanum.
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 181