Skírnir - 01.04.2016, Page 186
Þannig var þetta semsé: Þeir sem létu sér annt um framtíð tón-
listar innan leikhússins sátu uppi með óperuunnendur á aðra hönd
og tónspekúlanta á hina. Ef óperan á að lifa sem sjálfstætt og brúk-
legt listform verður að hrifsa hana úr höndum beggja.
Ég fór um síðir að semja sviðsverk. Þá varð mér smám saman ljóst
að þótt ég kynni ýmislegt þurfti ég nú að beita þeirri kunnáttu á
nýjan hátt og á ný efni. Hvað sem tónspekúlantinn innra með mér
sagði þá væri staðreyndin sú að óperan er ekki búin til úr tónum.
Lengi vel var ég óviss hvaða heiti væri best að gefa þessum form -
um sem ég setti saman. Þar var lítið sungið, engin dramatísk aðal-
persóna, enginn forleikur, engin saga. En þó var formið að miklu
leyti byggt upp eins og óperur eru gjarnan, þar voru á víxl drama-
tískir og lýrískir hlutar, einræður og samræður, frásagnir og eins
konar aríur, og tónlistin var í stöðugu samtali við textann.
Þessi feimni við að nota óperuhugtakið stafaði annars vegar af
því að ég vildi ekki bendla verk mín við hina framliðnu hugmynd
um óperuna, en hins vegar af því að í tónlistarheiminum hafa um
nokkurt skeið verið á kreiki alls kyns hjámyndir óperunnar, verk
sem kölluð eru til dæmis kammerópera, azione musicale, Mono-
drama eðaMusic Fable. Það á líklega að gefa til kynna að hér sé á
ferðinni tónleikhús sem þykist þó ekki vera 19. aldar ópera. Af því
mætti ráða að ópera sé aðeins eitt tiltekið form og öll frávik frá því
þurfi annað heiti, þau séu jú minni í sér — og óæðri, mundi einhver
bæta við. En þá gleymist að fyrstu óperurnar sem fluttar voru í
heiminum voru það sem kallað væri kammeróperur í dag og mun-
urinn á formi og efnismeðferð þeirra og t.d. Wagner-óperu er ekki
minni en á Wagner-óperu og þeim sviðsverkum sem ég hef samið.
Eftir nokkra umhugsun rann upp fyrir mér að ef við ætlum ekki að
henda óperuhugtakinu endanlega út um gluggann ættum við að
gefa því framhaldslíf í öllum þeim birtingarmyndum sem lifandi
listamanni þóknast að gefa því. Hér í titlinum er því þessu ágæta
186 atli ingólfsson skírnir
leika og leikhúss, eftir Mauricio Kagel og fleiri, enda eru þau ekki alls kostar laus
við fyrrgreinda sjálfhverfu.
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 186