Skírnir - 01.04.2016, Page 196
Laglínan er viðmót verksins og má til með að vera minnisstæð,
fjölbreytt og falleg. Enn eitt hlutverk hennar er síðan að mynda
geðblæ verksins og hreyfa við okkur. Þetta er sérstakt keppikefli
mestallrar sviðslistar. Í leikhúsinu sækjumst við eftir gleði, hrolli,
ónotum, undrun, hryllingi eða andstyggð. Og ef laglínan er þannig
saman sett að þessi markmið náist er það sem fyrr segir undirlaginu
að þakka. Gleðin og hrollurinn og allt hitt, þetta eru afurðir forms-
ins. Til að forðast misskilning er best að hnykkja á því að það sem
hér er sagt vera keppikefli formsins er ekki tilgangur þess. Verkið
leitar sem sagt eftir geðhrifum, þau eru afurðir formsins og um leið
eiginlega skilyrðin fyrir upplifun þess. Við getum orðað þetta
þannig að geðhrifin séu ljósið og skuggarnir í minninu sem gera út-
línur verksins sterkari í vitundinni. En þau eru ekki tilgangur þess.
Hann hlýtur að vera eitthvað meira en gæsahúðin ein.9
Óperan þekkir nú aldeilis kenndirnar þótt líklega sé þáttur
þeirra í sögu þessa forms ofmetinn. Vissulega gerðist það á ung-
lingsárum óperuformsins að menn uppgötvuðu sterk tengsl söng-
fimi við eitlakerfi hlustenda. Upp frá því fór sönglistin að skipa hvað
hæstan sess þeirra tækja sem óperan átti til að hreyfa við hlustand-
anum. Það er þó í raun aðeins eitt tímabil í æviskeiði tónleikhúss-
ins sem einkennist af þessu. Lengi framan af bar ekki á þessum
tilburðum, og mjög dró úr þeim síðar.
Falleg aría hefur það hlutverk að stöðva tímann, sökkva sér í til-
tekinn geðblæ eða aðstæður — æðstu gleði, megnasta hatur eða
afbrýði, dýpstu sorg — vekja spurningar og eftirvæntingu, og hún
nær tilgangi sínum enn betur ef gæsahúð fylgir í kaupbæti. Þetta dá-
sama líka laglínufíklar. Þeim hættir þó til að gleyma að það sem hún
birtir hefur ákveðna þýðingu á einum stað í forminu og er hluti af
196 atli ingólfsson skírnir
9 Lengi vel lét ég glitfatnað sirkuslistamanna fara í taugarnar á mér. Seinna skildi ég
að þetta var bara ákveðið yfirborð — viðmót — sem jók á ljósendurkastið og bætti
skilyrðin fyrir upplifun þess sem þeir voru að gera. Ein og sér höfðu þessi klæði
enga þýðingu og voru frekar ósmekkleg ef þau voru tekin úr þessu samhengi. Ég
bið forláts ef þetta virðist langsótt eða niðrandi líking við laglínuna. Hún er sett
hér fram til að sýna hvernig viðmót getur á sama tíma myndað yfirborð og
magn að upp innihald.
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 196