Skírnir - 01.04.2016, Page 197
197sex alhæfingar um óperuformið
tiltekinni heildarmynd sem hefur verið skipulögð í þaula. Áhrif
hennar eru sem sagt afsprengi formsins, ekki forsendur þess. Þessi
áhrif verða til með markvissum samleik sýningarraddanna og
tökum eftir: Þau geta verið jafn sterk, jafnvel án sunginnar laglínu.
Þegar vel tekst til hlýðir samsöngur sýningarraddanna sömu til-
finningu fyrir lagrænu sköpulagi og sungin laglína. Hann leikur á
sama hátt og hún með samspil væntinga og nýjunga, hápunkta og
lágpunkta, samfellu og uppbrots, hávaða og rór. Það er ekki víst að
háa c sé til staðar en uppbyggingin getur tvímælalaust haft sömu
áhrif. Söngur sýningarraddanna er eins og laglína. Hann er laglína.10
Til að sýna betur að þessi alhæfing er hvorki draumsýn né
glópska má taka raunhæft dæmi. Dæmigerðu bragði í laglínusmíð
Claudios Monteverdis má lýsa sem hér segir: (1) Söngrödd stekkur
á háan tón á veikasta takthluta, (2) heldur honum yfir á þungt slag,
þar hljómar umræddur tónn sem „falskur“ en (3) hnígur síðan niður
á réttan hljómtón á næsta taktslagi. Þrjár víddir leika hér saman —
tónhæð, taktur og hljómur — og þær ganga viljandi á skjön til að ná
tilsettum hughrifum.
Vörpum því til gamans upp hvernig yfirfæra mætti svona bragð
á einhverjar þrjár sýningarraddir, segjum ljós, hljóð og hreyfingu:11
(1) Á hálfrökkvuðu sviði hleypur vera út á hægri væng. (2) Sterkt
kastljós lýsir skyndilega upp sviðsmiðju sem er auð. (3) Frá hægri
væng, sem verður ógreinilegur vegna ljóssins í miðju, berst öskur.
(4) Vera með blóðugan hamar gengur aftur á bak frá hægri til vinstri
gegnum kastljósið. Glöggur lesandi sér að í þessu er meiri músík en
ef maður hleypur annan uppi með hamar í hendi, sterku ljósi er
varpað á þá um leið og morðinginn vinnur verk sitt og fórnarlambið
hljóðar, þar sem áherslur allra sýningarradda rekast á.
Tvö sviðsverk mín hafa engar sönghæfar laglínur. Spyrji mig ein-
hver hvort mér sé illa við svoleiðis nokkuð svara ég því afdráttarlaust
skírnir
10 Nú förum við aðeins út fyrir það sem orðið laglínamerkir venjulega. Hugtakið
melodia mundi hins vegar þola þessa útvíkkun ágætlega.
11 Hér er ekki leitað að beinni samsvörun dæmanna heldur einungis áþekku mis-
gengi raddanna
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 197