Skírnir - 01.04.2016, Page 199
199sex alhæfingar um óperuformið
virðist að markmið hans sé að mynda skýrt mótaða heild úr þessu,
helst svo skýra að engum detti í hug að rugla saman leikara og per-
sónu. Þannig hef ég aldrei skilið þegar leikurum er hrósað fyrir að
„breytast alveg í persónuna“. Þegar góður leikari fer heim eftir
sýningu finnst mér að persónan eigi að vera eftir í leikhúsinu. En hér
er ég líkast til farinn að gaspra um smekksmál.
Margir mundu nú mótmæla þessu sjónarhorni mínu og telja það
frekar hlutverk leikarans að túlka textann, eða réttara sagt að leik-
túlkunin eigi að spretta af textanum. Mig langar aðeins að staldra
við þá hugmynd.
Það er nefnilega þannig að þeir sem halda að öll túlkun eigi að
fæðast af textanum einum eru alls ekki raunsæir. Þegar manneskja
er frávita af bræði byrjar hún að súpa hveljur og alls kyns málfars-
leg og líkamleg höft byrja að lita ræðu hennar óháð inntaki textans.
Manneskja sem þjáist af ofsahræðslu gæti ummyndast í andliti
þannig að ræðan afmyndast á stuttum köflum óháð inntakinu.
Manneskja með áfallatengda málröskun skiptir hugsanlega út viss -
um sérhljóðum fyrir aðra. Manneskja með áráttuheilkenni skýtur
stöðugt inn orðum eða hljóðum óháð inntaki textans. Hér nefni ég
aðeins nokkuð afgerandi tilfelli, en á minna áberandi hátt á þetta
við um alla. Orðin eru eitt, hreyfing, líkamleg líðan, andardráttur,
hugsanir, kækir og áreiti, það er annað, og er alls ekki í stöðugum
samhljómi við orðin. Við erum ekki það sem við segjum. Aldrei.
Og það er leikpersóna ekki heldur. Og hvers vegna ætti þá að leika
aðeins eftir því sem hún segir?12
Þegar við höfum gert okkur grein fyrir þessu er stutt í að skilja
persónuna eins og óperan gerir það. Sá skilningur á erindi við allt
leikhús.
skírnir
12 Hér má ég til með að læða inn skemmtisögu af eigin reynslu: Leikari í einu verka
minna átti erfitt með það sem hann taldi óskiljanlegt og absúrdískt hlutverk. Eftir
æfingu fór hann á krá dálítið örvæntingarfullur, pantaði sér drykk, dró upp hand-
ritið og hélt áfram að reyna að botna í því. Þá vill svo til að gefur sig á tal við hann
maður — ekki alveg með réttu ráði — sem reynist vera meira og minna eins og
hlutverkið sem ég var að reyna að fá hann til að flytja. Hlutverkið reynd -
ist raunsærra en hann óraði fyrir.
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 199