Skírnir - 01.04.2016, Page 203
203sex alhæfingar um óperuformið
þannig að með hverju þeirra hljómi sams konar trompetlína, að
ljósið sé truflað af stöku blossa og rödd heyrist flytja langan nafna-
lista. Ekki þarf nema örlitla sjónræna vísun í viðbót til að margir
áhorfendur byrji að tengja það sem fyrir augu ber við hryðjuverka-
ógnina. Merkingin myndast eins og af sjálfri sér. Hún er sótt í undir -
meðvitund áhorfenda.
Hér opnast víðar lendur ímyndunaraflsins. Oft hefur mér verið
hugsað til þess hvað sýningar væru áhugaverðari ef söguhnitum
þeirra væri aðeins hnikað til. Tökum sem dæmi þessa kunnuglegu
fléttu: 1) Piltur hittir stúlku. 2) Eldri maður skammar stúlku. 3)
Stúlka gengur með barn. 4) Eldri maður hótar pilti. 5) Eldri maður
liggur dauður. 6) Piltur klífur fjall með kornabarn á bakinu. 7)
Stúlka prjónar barnaföt. Sjáum nú fyrir okkur í beinu framhaldi
atriði 1, 4 og 6 hér að ofan, eða 2, 1 og 5 eða ekkert nema 3 og 5, og
hvað með 4, 7, 5 og 1? Í þessum tilfellum skiljum við mun meira
eftir fyrir ímyndunaraflið. Upprunalega sagan rúmast enn í mörgum
síðari útgáfunum en við getum bætt miklu við, og það geta hinar
sýningarraddirnar líka á margan hátt.
Það er freistandi að orða hér þrjár samviskuspurningar sem
varða þetta mál, söguþráðinn: 1) Ef það er ekki megintilgangur
sviðslistarinnar að segja sögu, hversu miklu á hún að fórna — binda
hendur sínar — fyrir þá iðju? 2) Ef höfundurinn treystir ekki áhorf-
andanum til að skapa heild úr þeim söguhnitum sem gefin eru,
hversu miklu á hann að fórna fyrir þann áhorfanda? 3) Ef höfundur
virðir það ekki í verki að frásögnin kemur að utan, hvers vegna ætti
þá áhorfandinn — sem þannig er hunsaður — að fylgja honum að
málum?
Hér skal því ekki haldið fram að óperur verði alltaf að leita flók-
inna eða ófyrirséðra lausna — söguþráður getur jafnframt verið svo
einfaldur að hann sveipist dulúð — en ef eiginleikar þessa listforms
eru skoðaðir ofan í kjölinn kemur í ljós að hvorki söngur, laglína,
persónur eða söguþráður eru sjálfgefnir hlutar þess. Laus við allar
klisjurnar er hún ekki annað en sviðslist í sinni hreinustu mynd. Og
— ég var víst búinn að nefna það: Öll sviðslist er ópera.
skírnir
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 203