Skírnir - 01.04.2016, Page 204
Strax í fyrstu vinnu minni fyrir leikhús fékk ég á tilfinninguna
hversu frjótt samband tónlistar og leikhúss væri. Ég orðaði þá upp-
götvun á þá leið að leikhúsið gæti kynbætt tónlistina, en tónlistin líka
leikhúsið. Ég ætti kannski að umorða þetta núna og segja frekar að
óperan geti kynbætt bæði leikhúsið og tónlistina. Geti? Nei, hún
má til með að gera það! Og ég má til með að nota hugtakið ópera um
verk mín hvenær sem mér sýnist að það sé til góðs fyrir sköpunar-
ferlið.
Hefði ég á sínum tíma kynnst óperunni sem óumdeilanlegri og
heilbrigðri leikhúsgrein hefði ég sennilega gengið umhugsunarlaust
inn í heim hennar. Þá væri ég ekki að róta af svo miklum ákafa í
þessu formi og hefði ekki fengið að uppgötva hversu merkilegt það
er, eins og ég hef reynt að lýsa í því sem á undan fór. Þá væri ég
heldur ekki svona óþreyjufullur að halda áfram ferð minni um
víðerni sviðslistarinnar.
Það var sérstakt lán að ég skyldi fá andlátsfréttirnar snemma og
geti nú með sannfæringu gefið út eftirfarandi yfirlýsingu: Óperan er
dauð. Lengi lifi óperan!
Heimildir
Adorno, Theodor W. 2002. Introduzione alla sociologia della musica. Torino: Ein-
audi.
Adorno, Theodor W. 2004. „Opera borghese.“ Immagini dialettiche. Ritstj. G.
Borio. Torino: Einaudi.
Castellucci, Claudia og Romeo Castellucci. 1992. il teatro della societas raffaello
sanzio. Milano: Ubulibri.
Delgado, Maria M. og Paul Heritage, ritstj. 1996. In Contact with the Gods? Direc-
tors Talk Theatre . Manchester: Manchester University Press.
Meyer, Leonard B. 1956. Emotion and Meaning in Music. Chicago: University of
Chicago Press.
Radocy, Rudolf E. og J. David Boyle. 2012. Psychological Foundations of Musical Be-
havior (5. útg.). Springfield, IL: Charles C. Thomas.
„Sprengt die Opernhäuser in die Luft!“ 1967. Der Spiegel, 25. september.
Ástæða er til að benda lesendum á gott yfirlitsrit um leikhús nútímans:
Trausti Ólafsson. 2013. Leikhús nútímans: Hugmyndir og hugsjónir. Reykjavík:
Háskólaútgáfan.
204 atli ingólfsson skírnir
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 204