Skírnir - 01.04.2016, Page 205
HEIMIR PÁLSSON
Háttalykill enn forni
og skrifari hans1
Háttalykillinn
Árið 1941 gáfu Jón Helgason og Anne Holtsmark út Háttalykil
enn forna í afar vandaðri útgáfu í Bibliotheca Arnamagnæana, og
raunar var þetta fyrsta ritið í þeirri gagnmerku röð. Háttalykill enn
forni kom hér að vísu ekki á prent í fyrsta skipti, en samt markaði
útgáfan talsverð tímamót.
Um það eru fræðimenn nokkuð sammála að þarna sé á ferðinni
það kvæði sem frá sagði í Orkneyinga sögu að þeir hefðu ort Rögn-
valdur jarl kali og Hallur Þórarinsson og þá líklega rétt fyrir eða
um miðja tólftu öld (Orkneyinga saga 1965: 185). Þarna er, segja
menn gjarna, meginfyrirmynd Snorra að Háttatali, lofkvæðinu um
Hákon og Skúla.2
Háttalykill virðist kannski aðeins hafa verið til í einu handriti,
líklega norsku, illa förnu, á 17. öld og sennilegt þykir að það hand-
rit hafi glatast að fullu í Kaupmannahafnarbrunanum 1728. Þá hafði
verið gert eftirrit, eitt eða líklega þó fremur tvö. Afritarinn var hins
vegar aðeins einn, Jonas Rugman (eða Jón Jónsson frá Rúgs stöð -
um).3
Skírnir, 190. ár (vor 2016)
1 Höfundur hefur undanfarin ár unnið að efnisöflun og ritun ævisögu Jonasar Rug-
man. Þessi grein er byggð á þeirri vinnu.
2 Þetta er að sönnu ekki hafið yfir allan efa. Háttalykli og Háttatali ber stundum tals-
vert á milli bæði í kvæðissniði (háttaröð) og háttaheitum. Mestu varðar þó að
tengslahugmyndin stendur og fellur með því að Háttalykill hafi á 12. öld verið
eina kvæði sinnar tegundar og þeir Rögnvaldur jarl kali og Hallur Þórarinsson
(hver sem hann var) hafi verið einu hagyrðingar sem gerðu sér dægrastyttingu úr
bragarháttum.
3 Hann hét Jón Jónsson meðan hann var landfastur á Íslandi, en eftir að hann ílent-
ist í Svíþjóð notaði hann nafnið Jonas Rugman(n), stundum með tveim n-um. Það
nafn er haft hér.
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 205