Skírnir - 01.04.2016, Qupperneq 206
Snemma var þekkt afrit Jonasar Rugman af Háttalykli í hand-
ritinu R 683 í Uppsölum og eftir því handriti hafði Jón Sigurðsson
skrifað kópíu sem Sveinbjörn Egilsson prentaði eftir í fyrstu útgáfu
kvæðisins (Snorri Sturluson 1848) og Finnur Jónsson fór einungis
eftir R 683 þegar hann prentaði Háttalykil í Den norsk-islandske
Skjaldedigtning I A (1912: 512–528).4 En síðar urðu dálítil tíðindi
og undir fyrirsögninni „Cod. Isl. Papp. 8:o N:o 25“ skrifaði Jón
Helgason:
Þegar annar höfunda þessarar bókar, Jón Helgason, dvaldist við rannsóknir
í Stokkhólmi 1937, tók hann eftir handritinu sem hér er nefnt í fyrirsögn og
ekki hefur, svo einkennilegt sem það má teljast, ratað inn í handritaskrár Ar-
widsons eða Gödels. Þar er að finna allmörg kvæði og afrit lausamáls frá
sautjándu öld og er sumt með hendi Jóns Rugmans, aðrar hendur á öðru.5
Á blöðum 33–44 er í þessu handriti afrit Jonasar Rugman af Hátta-
lykli, hugsanlega eldra en afritið í R 683, sem virðist skv. athug-
unum Jóns Helgasonar birta lagfæringartilraunir skrifarans.
Handritið Papp. 8vo 25 er, eins og fleiri handrit sem verið hafa
í eigu Rugmans, hálfgerð sópdyngja, samtíningur úr ýmsum áttum
og frá ýmsum tímum. Jón Helgason var sannfærður um að elsti
hlutinn væri efni sem Rugman hefði haft með sér heiman úr Eyja-
firði og virtist mega tímasetja 1653–56, en annað væri talsvert yngra.
Fátt í handritinu verður tímasett með vissu og ljóst er að sögn
Jóns Helgasonar að skotið hefur verið inn kverum eftir aðstæðum.
Þannig er Háttalykill skrifaður á tvö sjálfstæð kver, annað átta
blaða, hitt fjögurra. Jón virðist telja óhætt að fullyrða að
[M]est virðist þó hafa bæst við meðan Rugman dvaldist í Kaupmannahöfn
1665 (sbr. Schück tilv. rit, 205). Með vissu var hann þar eitt misseri frá maí
og fram í október (sbr. Gödel: Fornnorsk-isländsk litteratur i Sverige 115,
Schück tilv. rit, Heiðreks saga s. XVI). Heitið „Hodæporicum edur reisu-
206 heimir pálsson skírnir
4 Um þessa sögu, sjá Jón Helgason 1941: 22–23.
5 Under et studieophold i Stockholm i august 1937 blev den ene af nærv. bogs for-
fattare, Jón Helgason, opmærksom paa ovennævnte haandskrift, som mærkeligt
nok ikke er omtalt i Arwidssons eller Gödels kataloger. Det indeholder en række
digte og optegnelser fra det 17. aarh., delvis skrevet af Jón Rugman, delvis af andre
(Jón Helgason 1941: 7).
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 206