Skírnir - 01.04.2016, Side 207
207háttalykill enn forni
bok“ hefur hann þá líklegast gefið handritinu af því að hann hafði það með
á þessari för og jók við það eftir aðstæðum.6
Það rit sem hér er vísað til eftir Schück7 er saga Vísindaakademí-
unnar (I. bindi 1932), og þar hafði Schück reyndar sýnt að ýmsar
upplýsingar Gödels8 voru á misskilningi og hæpnum túlkunum
reistar. Sé frásögn Schücks skoðuð nánar kemur í ljós að Rugman
var farinn frá Uppsölum í desember 1664 og ekki kominn þangað
aftur fyrr en vorið 1666 (Schück 1932: 107). Misserið í Kaup-
mannahöfn hefur því hugsanlega verið heldur lengra en sem nemur
tímanum milli þeirra dagsetninga sem lesnar verða í handritinu
Papp. 4:o nr. 33 í Konunglega bókasafninu í Stokkhólmi, þar sem
sést að 24. desember 1664 var hann í Stokkhólmi, í maí 1665 í Höfn
og í október sama ár á Helsingjaeyri, þá væntanlega á leið til Sví -
þjóðar.
Sérkennilegt er það kapp sem Jón Helgason og Anne Holtsmark
lögðu á að sannfæra lesendur um að það væri í þessari Hafnarferð,
ekki hinni fyrri, sem Jonas Rugman hefði afritað Háttalykil. Að því
verður senn vikið, en að sinni verður fallist á niðurstöðu Jóns
Helgasonar af handritasamanburðinum, og nú er talað um S og U,
Stokkhólms- og Uppsala-handritin:
skírnir
6 [S]tørstedelen synes at være kommet til medens Rugman opholdt sig i Køben-
havn 1665 (jfr. Schück a.a., 205). Det vides at han var her i hvert fald et halvt aars
tid, fra maj til oktober (jfr. Gödel: Fornnorsk-isländsk litteratur i Sverige 115,
Schück a.a., Heiðreks saga s. XVI). Navnet „Hodæporicum edur reisubok“ har han
da vistnok givet til haandskriftet, fordi han havde det med paa denne rejse og lej-
lighedsvis forøgede det med optegnelser (Jón Helgason 1941: 12). — Gjarna vildi
maður fá meiri rök fyrir því að handritið hafi fengið reisubókartitil sinn í Hafn-
arferðinni 1665, en ekki 1661 eða þeirri reisu sem byrjaðist frá Íslandi 1658.
7 Henrik Schück (1855–1947) var prófessor í Lundi og síðar Uppsölum og átti sæti
í Sænsku Akademíunni á fjórða áratug (1913–1947). Hann var geysilega afkasta-
mikill fræðimaður í sögu og bókmenntasögu og hér er stuðst við sögu Kungliga
Vittehets Historie och Antikvitets Akademien sem kom út í 8 bindum 1932–1944.
Í fyrsta bindinu er umfjöllun um Jonas Rugman og Uppsalaævintýri hans og telst
þann dag í dag einna áreiðanlegust frásögn.
8 Vilhelm Gödel (1864–1941) var bókasafnsfræðingur og hans er oftast minnst
vegna handritaskráa yfir háskólasöfnin í Uppsölum og Stokkhólmi. Doktorsrit-
gerð sína árið 1897 skrifaði hann um fornar íslenskar og norskar bókmenntir í
Svíþjóð.
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 207