Skírnir - 01.04.2016, Síða 208
Sum þeirra sérkenna, sem nú voru nefnd, sýna að þar sem S ber einkenni
fyrsta afrits, þess sem rekja má beint aftur til frumritsins, hefur U einkenni
yngri hreinritunar. Spurningin verður þá hvort einnig hefur verið stuðst
við frumritið í U, eða hvort U er textafræðilega gagnslaust afrit af S. Endan-
legt svar við þeirri spurn ræðst að lokum af tilfinningunni einni.9
Þau atriði sem Jón Helgason (1941: 19–20) rekur taka ekki af tvímæli
um afritunartímann að því er séð verður, en hann er hins vegar
hreint ekki á dagskrá Jóns Helgasonar eða Anne Holtsmark, því
þau eru sannfærð um að upphaflegt afrit Háttalykils hafi verið gert
í Kaupmannahöfn 1665. Nú skal hugað nánar að því.
Skrifarinn
Um Jón Jónsson frá Rúgsstöðum (nú Rútsstöðum) í Eyjafirði,
skrifara afritanna, er fátt vitað fyrir árið 1658 þegar hann tók sér
22ja ára gamall fari með skipi og ætlaði til Kaupmannahafnar.10 Jón
mun hafa verið sjötti maður frá séra Jóni Maríuskáldi og ekki verður
séð margt skálda en ögn embættismanna í ættinni. Nokkurrar list-
hneigðar kann þó að hafa gætt, því faðir Jóns var kallaður málari
og frá því greint að hann hafi verið hagur maður til kirkjuskreytinga.
Foreldrar Jóns, Sigríður Ólafsdóttir og Jón Guðmundsson, virðast
bæði látin skömmu eftir 1641, þegar Jón sonur þeirra var fimm ára,
Jón væntanlega síðar en Sigríður, enda kvæntist hann aftur og dó í
barnlausu hjónabandi. Stjúpa Jóns Jónssonar, Þórunn Jónsdóttir,
hefur hugsanlega staðið fyrir búi að Rúgsstöðum uns eldri bróðir
Jóns, Guðmundur gat tekið við búi, væntanlega um 1650.11
208 heimir pálsson skírnir
9 Flere af de anførte ejendommeligheder viser, at medens S har karakteren af en
første afskrift, der direkte gaar tilbage til den gamle original, maa U betragtes
som en senere udarbejdet renskrift. Spørgsmaalet bliver da, om originalen ogsaa
er benyttet ved U, eller om U blot er en tekstkritisk værdiløs afskrift af S. Besv-
arelsen af dette spørgsmaal maa i sidste instans bero paa et skøn (Jón Helgason
1941: 20).
10 Rúgsstaði hafði afi Jóns yngra, Guðmundur Illugason lögréttumaður, keypt, en
hann var látinn áður en Jón Jónsson fæddist og þá faðir hans væntanlega tekinn við
búinu samhliða prestskap í Grundarsókn. — Valdimar Gunnarssyni menntaskóla-
kennara þakka ég aðstoð við að afla uppýsinga um framætt Jóns frá Rúgsstöðum.
11 Íslenskar heimildir um Jonas Rugman, svo sem Íslenzkar æviskrár Páls E. Óla-
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 208